Tónlist

Herra Hnetusmjör með nýtt myndband

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar
Rapparinn með nýtt lag um kópavogsrætur sínar
Rapparinn með nýtt lag um kópavogsrætur sínar vísir/vilhelm
Rapparinn Herra Hnetusmjör gaf út nýtt lag og tónlistarmyndband í gær. Lagið ber nafnið 203 STJÓRINN en rapparinn vann lagið í samvinnu við taktasmiðinn og útsetjarann Joe Frazier. Herra Hnetusmjör og Joe Frazier eru fyrir löngu búnir að sanna sig sem sterkt tvíeyki í hip-hop senunni á Íslandi en þeir vinna iðulega saman að lagasmíðum.



Herra Hnetusmjör hefur verið hampað sem nýrri og ferskri rödd í senunni en á bak við hann stendur hópurinn Kópboisentertainment, sem er iðulega skammstafað KBE. Þá hefur hann skipað sér sess meðal vinsælustu rappara landsins en hip-hop tónlist hefur svo sannarlega risið upp að undanförnu og talið er að nú sé ákveðið blómaskeið tónlistarstefnunnar.



Myndbandið, sem tekið er upp í Kópavogi, er eftir Hlyn Hólm en það var unnið í samstarfi við Evil Genius Production og KBE. Lagið fagnar uppeldishverfi rapparans, 203 Kópavogi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×