Tesla kaupir þýskt tæknifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 16:45 Frá verksmiðju Tesla í Fremont. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent