Hyundai kynnir pallbíl í Sao Paulo Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 08:47 Hyundai Creta STC í Sao Paulo. Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent