Flóvent og Thorson snúa aftur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 11:30 Bækur Petsamo Arnaldur Indriðason Forlagið 341 bls. Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentuð í Finnlandi Arnaldur Indriðason kann að skrifa glæpasögur. Næstum frá fyrstu bók hefur hann sýnt að hann hefur bæði einstök tök á frásagnarlist og næmt innsæi í fólk og tilfinningar og þetta tvennt setur bækur hans í hillu með bestu glæpasögum. Enda hafa þær selst í gámavís um allan heim og verið þýddar á fjölda tungumála. Í þessari bók, eins og þeirri síðustu, Þýska húsið, er sögusviðið Reykjavík og nágrenni stríðsáranna. Sagan hefst reyndar í Danmörku og sögusviðið er um stund á Atlantshafinu en einnig í Hvalfirði, í Nauthólsvík og á Klambratúni. Lögreglufélagarnir Flóvent og Thorson sem lesendur kynntust um leið og þeir hvor öðrum í síðustu bók Arnaldar þó þeir hafi komið við sögu í bókinni þar á undan, rannsaka þrjú ólík mál sem rekur á fjörur þeirra í misbókstaflegri merkingu. Maður finnst drukknaður og lítur út fyrir að um sjálfsmorð sé að ræða, ungum hermanni er misþyrmt í nánd við alræmda knæpu og kona sem leggur lag sitt við hermenn virðist hafa horfið sporlaust. Stríðið og herinn er miðlægt í öllum málunum og félagarnir komast oft í hann krappan í leit sinni að lausnum. Þetta er tuttugasta bók Arnaldar Indriðasonar á jafnmörgum árum og mjög eðlilegt að hann hafi komið sér upp frásagnartækni og sögubyggingu sem dyggir lesendur eru farnir að kannast við. Enda eru hvergi hnökrar á frásögninni, plottið gengur upp, persónur eru misdjúpar en persónulýsingar oft áhugaverðar og um margt vel gerðar. Bækur Arnaldar eru þó auðvitað misjafnar, þó þær fari aldrei niður fyrir ákveðinn gæðakvarða, og að mínu mati er þessi bók ekki meðal hans bestu. Er þar kannski helst um að kenna á köflum of kunnuglegum stefjum úr svipuðum verkum og ekki næst að tengja málin þrjú saman þannig að um eina sannfærandi heild sé að ræða, nokkuð sem Arnaldi hefur oft tekist snilldarvel að gera. En engu að síður prýðisgóð afþreying og skemmtileg innsýn inn í lífið í Reykjavík á stríðsárunum þar sem sagnfræðingurinn Arnaldur fær sannarlega að njóta sín. Eitt vakti athygli mína, og raunar hef ég veitt þessu athygli í fleiri íslenskum glæpasögum upp á síðkastið, og það er val nafna á persónurnar í bókinni. Af einhverjum ástæðum heita langflestar íslensku sögupersónurnar í Petsamo nöfnum sem fara vel í munni vestrænna lesenda og eru þekkt um allan heim. Þannig koma Tóbías, Ellý, Karólína, Ósvaldur og Manfreð við sögu í Petsamo að ógleymdum þeim Flóvent og Thorson en Þorbjörg, Guðsteinn, Sigurður, Elínborg og Erlendur eru fjarri góðu gamni. Það má vel vera að þetta sé helber tilviljun og að næsta bók verði stútfull af Brynhildum, Þórðum og Guðríðum en kannski er þetta líka til marks um að Arnaldur hugsi síðari bækur sínar frekar til erlendra lesenda án þess þó að glata nokkru af viljanum til að halda sögusviðinu á Íslandi og gera það að ekki síður spennandi og áhugaverðum stað en Los Angeles eða London. Í framhaldi af þessu væri fróðlegt að vita hversu margir ferðamenn leggja leið sína til Íslands í kjölfar lestrar á bók eftir Arnald Indriðason.Niðurstaða: Prýðileg glæpasaga og skemmtileg sagnfræði en nær ekki sama flugi og bestu bækur höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur Petsamo Arnaldur Indriðason Forlagið 341 bls. Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentuð í Finnlandi Arnaldur Indriðason kann að skrifa glæpasögur. Næstum frá fyrstu bók hefur hann sýnt að hann hefur bæði einstök tök á frásagnarlist og næmt innsæi í fólk og tilfinningar og þetta tvennt setur bækur hans í hillu með bestu glæpasögum. Enda hafa þær selst í gámavís um allan heim og verið þýddar á fjölda tungumála. Í þessari bók, eins og þeirri síðustu, Þýska húsið, er sögusviðið Reykjavík og nágrenni stríðsáranna. Sagan hefst reyndar í Danmörku og sögusviðið er um stund á Atlantshafinu en einnig í Hvalfirði, í Nauthólsvík og á Klambratúni. Lögreglufélagarnir Flóvent og Thorson sem lesendur kynntust um leið og þeir hvor öðrum í síðustu bók Arnaldar þó þeir hafi komið við sögu í bókinni þar á undan, rannsaka þrjú ólík mál sem rekur á fjörur þeirra í misbókstaflegri merkingu. Maður finnst drukknaður og lítur út fyrir að um sjálfsmorð sé að ræða, ungum hermanni er misþyrmt í nánd við alræmda knæpu og kona sem leggur lag sitt við hermenn virðist hafa horfið sporlaust. Stríðið og herinn er miðlægt í öllum málunum og félagarnir komast oft í hann krappan í leit sinni að lausnum. Þetta er tuttugasta bók Arnaldar Indriðasonar á jafnmörgum árum og mjög eðlilegt að hann hafi komið sér upp frásagnartækni og sögubyggingu sem dyggir lesendur eru farnir að kannast við. Enda eru hvergi hnökrar á frásögninni, plottið gengur upp, persónur eru misdjúpar en persónulýsingar oft áhugaverðar og um margt vel gerðar. Bækur Arnaldar eru þó auðvitað misjafnar, þó þær fari aldrei niður fyrir ákveðinn gæðakvarða, og að mínu mati er þessi bók ekki meðal hans bestu. Er þar kannski helst um að kenna á köflum of kunnuglegum stefjum úr svipuðum verkum og ekki næst að tengja málin þrjú saman þannig að um eina sannfærandi heild sé að ræða, nokkuð sem Arnaldi hefur oft tekist snilldarvel að gera. En engu að síður prýðisgóð afþreying og skemmtileg innsýn inn í lífið í Reykjavík á stríðsárunum þar sem sagnfræðingurinn Arnaldur fær sannarlega að njóta sín. Eitt vakti athygli mína, og raunar hef ég veitt þessu athygli í fleiri íslenskum glæpasögum upp á síðkastið, og það er val nafna á persónurnar í bókinni. Af einhverjum ástæðum heita langflestar íslensku sögupersónurnar í Petsamo nöfnum sem fara vel í munni vestrænna lesenda og eru þekkt um allan heim. Þannig koma Tóbías, Ellý, Karólína, Ósvaldur og Manfreð við sögu í Petsamo að ógleymdum þeim Flóvent og Thorson en Þorbjörg, Guðsteinn, Sigurður, Elínborg og Erlendur eru fjarri góðu gamni. Það má vel vera að þetta sé helber tilviljun og að næsta bók verði stútfull af Brynhildum, Þórðum og Guðríðum en kannski er þetta líka til marks um að Arnaldur hugsi síðari bækur sínar frekar til erlendra lesenda án þess þó að glata nokkru af viljanum til að halda sögusviðinu á Íslandi og gera það að ekki síður spennandi og áhugaverðum stað en Los Angeles eða London. Í framhaldi af þessu væri fróðlegt að vita hversu margir ferðamenn leggja leið sína til Íslands í kjölfar lestrar á bók eftir Arnald Indriðason.Niðurstaða: Prýðileg glæpasaga og skemmtileg sagnfræði en nær ekki sama flugi og bestu bækur höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira