Drullusokkur eða örviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun