GLS er ný og betrumbætt útgáfa af GL jeppanum og er flaggskipið í glæsilegri jeppalínu Mercedes-Benz. GLS er mjög stór og stæðilegur jeppi sem hefur mjög góða torfæruhæfni. GLS kemur í nokkrum útfærslum hvað varðar vélar og afl en þær eiga það sameiginlegt að vera sparneytnar og umhverfismildar þrátt fyrir hörkugott afl.
GLS350d er með 3 lítra V-6 dísilvél með forþjöppu sem skilar 255 hestöflum og togið er 455 NM. GLS450 er búinn V-6 bensínvél með tveimur forþjöppum en hún skilar jeppanum 362 hestöflum og togið er 369 NM. GLS550 er með 4,7 lítra V-8 vél með tveimur forþjöppum og skilar alls 449 hestöflum. Bæði GLC Coupé og GLS eru búnir hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz og auk þess báðir búnir 9G-Tronic sjálfskiptingu.
