Reykjavík frá nýju sjónarhorni Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. október 2016 10:00 Þeir félagar Gauti og Keli fóru meðal annars upp á Bæjarins bestu og Keli virðist hafa notað tækifærið og fengið sér eina með öllu. Í nýjasta myndbandi rapparans Emmsjé Gauta má sjá einkar glæsileg drónaskot af honum og Kela, trommara Agent Fresco, uppi á húsþökum víða um borg þar sem þeir vinirnir virðast njóta útsýnisins prýðilega. Margir hafa verið að velta fyrir sér hvernig og hvort hann hafi almennt fengið leyfi til að komast upp á þessar byggingar – var þetta allt stórhættulegt og kolólöglegt príl eða hafði hann leyfi fyrir öllu saman? Gauti vill meina að þetta hafi auðvitað allt farið löglega fram, „en þetta var miserfitt – eitt ónefnt fyrirtæki lét okkur til dæmis hafa öryggiskóðann fyrir alla bygginguna í gegnum síma og sögðu okkur bara að fara varlega á meðan annað fyrirtæki lét okkur skrifa undir alls konar samninga þar sem þeir sögðust ekki taka ábyrgð á slysum og þar sem við þurftum að lofa að vera ekki að taka óþarfa áhættu og svo framvegis. Annars vorum við aðallega að díla við öryggisverði sem hleyptu okkur einfaldlega upp á þak, en í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu klifruðum við bara upp á þakið.“Voru einhver þök sem þið vilduð komast upp á en fenguð ekki að aðgang að? „Við ætluðum að fara upp á Perluna en það var ekki hægt. Það má líka minnast á að ég ætlaði að boxa við Bubba Morthens í einu skotinu en Bubbi greyið þurfti að fara í endajaxlatöku þann daginn svo við gerum það bara síðar.“Hvað stjórnaði vali ykkar á húsþökum? „Við reyndum að velja byggingar sem táknuðu Reykjavík eins og hún birtist okkur – ekki eins og hún birtist túristum,“ segir Gauti að lokum. Tónlist Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Heimir selur íbúð í 101 Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Lífið Fleiri fréttir Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í nýjasta myndbandi rapparans Emmsjé Gauta má sjá einkar glæsileg drónaskot af honum og Kela, trommara Agent Fresco, uppi á húsþökum víða um borg þar sem þeir vinirnir virðast njóta útsýnisins prýðilega. Margir hafa verið að velta fyrir sér hvernig og hvort hann hafi almennt fengið leyfi til að komast upp á þessar byggingar – var þetta allt stórhættulegt og kolólöglegt príl eða hafði hann leyfi fyrir öllu saman? Gauti vill meina að þetta hafi auðvitað allt farið löglega fram, „en þetta var miserfitt – eitt ónefnt fyrirtæki lét okkur til dæmis hafa öryggiskóðann fyrir alla bygginguna í gegnum síma og sögðu okkur bara að fara varlega á meðan annað fyrirtæki lét okkur skrifa undir alls konar samninga þar sem þeir sögðust ekki taka ábyrgð á slysum og þar sem við þurftum að lofa að vera ekki að taka óþarfa áhættu og svo framvegis. Annars vorum við aðallega að díla við öryggisverði sem hleyptu okkur einfaldlega upp á þak, en í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu klifruðum við bara upp á þakið.“Voru einhver þök sem þið vilduð komast upp á en fenguð ekki að aðgang að? „Við ætluðum að fara upp á Perluna en það var ekki hægt. Það má líka minnast á að ég ætlaði að boxa við Bubba Morthens í einu skotinu en Bubbi greyið þurfti að fara í endajaxlatöku þann daginn svo við gerum það bara síðar.“Hvað stjórnaði vali ykkar á húsþökum? „Við reyndum að velja byggingar sem táknuðu Reykjavík eins og hún birtist okkur – ekki eins og hún birtist túristum,“ segir Gauti að lokum.
Tónlist Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Heimir selur íbúð í 101 Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Lífið Fleiri fréttir Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira