Bíó og sjónvarp

Grimmd opnar í þriðja sæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk.
Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk.
Grimmd Antons Sigurðssonar var frumsýnd á föstudaginn og fékk myndin alls 3879 gesti um helgina að forsýningum meðtöldum. Myndin er í þriðja sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir opnunarhelgina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Klapptré. 

2805 manns sáu myndina um helgina. Fyrri mynd Antons, Grafir og bein, var frumsýnd 31. október 2014 og var einnig í þriðja sæti eftir opnunarhelgina en þá komu 2.128 gestir að forsýningum meðtöldum. Þetta er því nærri helmingi stærri opnun miðað við Grafir og bein, sem endaði með alls 3617 gesti.

Eiðurinn, kvikmynd Baltasars Kormáks, er nú í áttunda sæti aðsóknarlistans og komin með tæplega 38 þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi. 655 manns sáu myndina um helgina en alls 1446 manns yfir vikuna. Samtals hafa því 37.949 séð Eiðinn síðan hún var frumsýnd þann 9. september s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×