Bíó og sjónvarp

Tom Cruise kitlar aðdáendur með tali um Top Gun 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cruise við tökur á Top Gun.
Cruise við tökur á Top Gun. Vísir/Getty
Það bíða eflaust margir með eftirvæntingu eftir að framhald myndarinnar Top Gun verði loksins gert. Myndin hefur verið sögð í bígerð um áraraðir en Tom Cruise ræddi um framhaldið í sófanum hjá Graham Norton á dögunum.

Á IMDB.Com má sjá að búið er að gera síðu fyrir myndina þar sem sagt er að Cruise og Val Kilmer muni snúa aftur sem Iceman og Maverick. Ekkert hefur þó verið staðfest varðandi myndina en fyrr á árinu tísti Jerry Bruckheimer, einn helsti framleiðandi Hollywood, að hann og Cruise væru að undirbúa Top Gun 2.

Cruise var spurður út í þessa orðróma hjá Graham Norton. Tom Cruise hristi í fyrstu hausinn en dró svo í land og það er óhætt að segja að hann hafi kitlað taugar þeirra sem kunnu að meta fyrri myndina.


Tengdar fréttir

Tom vill gera Top Gun 2

Leikarinn Tom Cruise hefur áhuga á að gera framhaldsmynd af flugmannamyndinni frægu Top Gun og svipast nú um eftir álitlegu handriti.

Top Gun 2 með höfund

Peter Craig hefur verið ráðinn handritshöfundur fyrir framhaldið af Top Gun. Myndin kom út 1986 við miklar vinsældir. Tom Cruise fór með hlutverk flugmannsins Mavericks í aðalhlutverkinu, Tony Scott leikstýrði og Jerry Bruckheimer framleiddi. Í fyrra ákváðu þeir að búa til framhaldsmynd og núna er kominn handritshöfundur um borð. Hann hefur áður unnið við hasarmyndina The Town og þessa dagana er hann að skrifa handritið að þriðju Bad Boys-myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×