Andlitslyftur VW Golf í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 10:57 Komið er að andlitslyftingu sjöundu kynslóðar Volkswagen Golf. Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent
Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent