Benz afhjúpar X-Class pallbílinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 09:57 Mercedes Benz X-Class Powerful Adventurer útgáfan. Í gær svipti Mercedes Benz hulunni af bíl sem margir hafa beðið óþreyjufullir eftir. Þar er um að ræða fyrsta pallbíl Benz og hefur hann fengið nafnið X-Class, eins og búist hafði reyndar verið við. Við smíði X-Class á Mercedes Benz í samstarfi við Nissan og er hann með sama undirvagn og Nissan Navarra. X-Class er hugsaður fyrir Evrópumarkað, S-Ameríku, Ástralíu og S-Afríku, en hann verður ekki í boði í fyrstu í Bandaríkjunum. Við kynninguna í gær sýndi Mercedes Benz tvær útgáfur X-Class, þ.e. “Powerful Adventurer” og “Stylish Explorer”. Víst er að þessi nýi pallbíll Benz mun bæta nokkrum lúxus við þennan flokk bíla sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikinn íburð hingað til. Lúxusbílaframleiðendur hafa ekki hingað til tekið þátt í slagnum um pallbíla, en nú myndast hinsvegar sú spurning hvort að framleiðendur eins og BMW og Audi fylgi í kjölfarið. Sú týpa bílsins sem Benz kallar Powerful Adventurer er greinilega tilbúinn til átka og talsverðra torfæra og það læðist óneitanlega sú hugsun að hjá mörgum Íslendingnum að Benz hafi horft til Arctic Trucks útfærslu Toyota Hilux bílsins við útfærslu hans. Mercedes Benz X-Class mun koma í sölu í enda næsta árs, svo áhugasamir verða að bíða í um eitt ár eftir þessu nýja útspili Benz. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Í gær svipti Mercedes Benz hulunni af bíl sem margir hafa beðið óþreyjufullir eftir. Þar er um að ræða fyrsta pallbíl Benz og hefur hann fengið nafnið X-Class, eins og búist hafði reyndar verið við. Við smíði X-Class á Mercedes Benz í samstarfi við Nissan og er hann með sama undirvagn og Nissan Navarra. X-Class er hugsaður fyrir Evrópumarkað, S-Ameríku, Ástralíu og S-Afríku, en hann verður ekki í boði í fyrstu í Bandaríkjunum. Við kynninguna í gær sýndi Mercedes Benz tvær útgáfur X-Class, þ.e. “Powerful Adventurer” og “Stylish Explorer”. Víst er að þessi nýi pallbíll Benz mun bæta nokkrum lúxus við þennan flokk bíla sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikinn íburð hingað til. Lúxusbílaframleiðendur hafa ekki hingað til tekið þátt í slagnum um pallbíla, en nú myndast hinsvegar sú spurning hvort að framleiðendur eins og BMW og Audi fylgi í kjölfarið. Sú týpa bílsins sem Benz kallar Powerful Adventurer er greinilega tilbúinn til átka og talsverðra torfæra og það læðist óneitanlega sú hugsun að hjá mörgum Íslendingnum að Benz hafi horft til Arctic Trucks útfærslu Toyota Hilux bílsins við útfærslu hans. Mercedes Benz X-Class mun koma í sölu í enda næsta árs, svo áhugasamir verða að bíða í um eitt ár eftir þessu nýja útspili Benz.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent