Hjartasteinn fær enn ein verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2016 13:30 Guðmundur Arnar tók við verðlaununum. Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hlaut Gold Q Hugo verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum um helgina. Gold Q Hugo eru aðalverðlaunin í Outlook flokki hátíðarinnar, þar sem LGBT sögum og sjónarhornum er gert hátt undir höfði. Í fyrra voru verðlaunin veitt Óskarstilnefndu kvikmyndinni Carol eftir Todd Haynes með Cate Blanchett og Rooney Mara í aðalhlutverkum. Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Fyrr í október vann Hjartasteinn til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin vann til Kirkjuverðlauna hátíðarinnar. Engin önnur mynd hlaut jafn mörg verðlaun á hátíðinni í ár. Um mikinn heiður er að ræða enda er Varsjár hátíðin ein af fáum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum.Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini og hafa hlotið lof fyrir.Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún tekið þátt á fjölda virtra alþjóðlegra kvikmyndahátíða, m.a. í Toronto í Kanada, Busan í Suður Kóreu og Gent í Belgíu. Næst mun Hjartasteinn m.a. taka þátt í keppni Molodist kvikmyndahátíðarinnar í Úkraínu, í keppni CPH PIX í Danmörku, í keppni Norrænu kvikmyndadaganna í Lubeck í Þýskalandi, í keppni Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Sevilla á Spáni, í New Filmmakers keppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Sao Paulo í Brasilíu og í keppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku í Grikklandi. Hjartasteinn verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis í kringum áramótin.Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir og skrifar handritið að Hjartasteini. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen, Danirnir Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen sjá um klippingu og Daninn Kristian Eidnes Andersen semur tónlist myndarinnar. Sölufyrirtæki myndarinnar á alþjóðavísu er hið þýska Films Boutique og SENA sér um innlenda dreifingu hennar. Myndin var gerð með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Dönsku kvikmyndastofnunarinnar og Evrópska kvikmyndasjóðsins Eurimages. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daníel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til 45 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd var sigursæl á kvikmyndahátíðinni í Varsjá um helgina. Myndin verður frumsýnd hér á Íslandi í kringum áramótin. 18. október 2016 11:00 Sjáðu fyrsta brotið úr Hjartasteini: Örlagarík þroskasaga um sterka vináttu tveggja drengja Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. 13. október 2016 16:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hlaut Gold Q Hugo verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum um helgina. Gold Q Hugo eru aðalverðlaunin í Outlook flokki hátíðarinnar, þar sem LGBT sögum og sjónarhornum er gert hátt undir höfði. Í fyrra voru verðlaunin veitt Óskarstilnefndu kvikmyndinni Carol eftir Todd Haynes með Cate Blanchett og Rooney Mara í aðalhlutverkum. Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Fyrr í október vann Hjartasteinn til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin vann til Kirkjuverðlauna hátíðarinnar. Engin önnur mynd hlaut jafn mörg verðlaun á hátíðinni í ár. Um mikinn heiður er að ræða enda er Varsjár hátíðin ein af fáum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum.Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini og hafa hlotið lof fyrir.Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún tekið þátt á fjölda virtra alþjóðlegra kvikmyndahátíða, m.a. í Toronto í Kanada, Busan í Suður Kóreu og Gent í Belgíu. Næst mun Hjartasteinn m.a. taka þátt í keppni Molodist kvikmyndahátíðarinnar í Úkraínu, í keppni CPH PIX í Danmörku, í keppni Norrænu kvikmyndadaganna í Lubeck í Þýskalandi, í keppni Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Sevilla á Spáni, í New Filmmakers keppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Sao Paulo í Brasilíu og í keppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku í Grikklandi. Hjartasteinn verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis í kringum áramótin.Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir og skrifar handritið að Hjartasteini. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen, Danirnir Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen sjá um klippingu og Daninn Kristian Eidnes Andersen semur tónlist myndarinnar. Sölufyrirtæki myndarinnar á alþjóðavísu er hið þýska Films Boutique og SENA sér um innlenda dreifingu hennar. Myndin var gerð með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Dönsku kvikmyndastofnunarinnar og Evrópska kvikmyndasjóðsins Eurimages. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daníel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til 45 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd var sigursæl á kvikmyndahátíðinni í Varsjá um helgina. Myndin verður frumsýnd hér á Íslandi í kringum áramótin. 18. október 2016 11:00 Sjáðu fyrsta brotið úr Hjartasteini: Örlagarík þroskasaga um sterka vináttu tveggja drengja Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. 13. október 2016 16:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30
Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18
Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd var sigursæl á kvikmyndahátíðinni í Varsjá um helgina. Myndin verður frumsýnd hér á Íslandi í kringum áramótin. 18. október 2016 11:00
Sjáðu fyrsta brotið úr Hjartasteini: Örlagarík þroskasaga um sterka vináttu tveggja drengja Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. 13. október 2016 16:30