Audi dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 12:58 Þolakstursbíll Audi í keppni. Áhrif dísilvélasvindls Volkswagen birtast víða og flestar ákvarðanir Volkswagen og undirmerkja þess markast af því og þeim sparnaði sem Volkswagen hyggst ná til að standa straum af kostnaðinum við svindlið. Sú síðast er fólgin í ákvörðun Audi að draga sig úr þolakstri við enda þessa árs. Það þýðir að Audi mun ekki keppa í þolakstursmótaröðinni á næsta ári, né heldur í Le Mans þolakstrinum. Hins vegar er Audi ekki alveg horfið af sviði keppnisaksturs því fyrirtækið hyggst keppa í Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Það rímar reyndar ágætlega við þá stefnu sem Volkswagen bílasamstæðan hefur tekið eftir dísilvélasvindlið, þ.e. er að leggja áherslu á þróun og smíði rafmagnsbíla. Margir munu vafalaust sjá mikið á eftir Audi í þolaksturskeppnunum, en frá því að Audi hóf þátttöku þar fyrir 18 árum hafa bílar þeirra unnið Le Mans keppnina 13 sinnum, sem er hreint magnaður árangur. Árangurinn í þolakstursmótaröðinni er líka lygi líkastur og af alls 185 keppnum sem Audi LMP þolakstursbíllinn hefur tekið þátt í hefur hann unnið 106 sinnum. Því má segja að Audi hætti á toppnum í þolakstri. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent
Áhrif dísilvélasvindls Volkswagen birtast víða og flestar ákvarðanir Volkswagen og undirmerkja þess markast af því og þeim sparnaði sem Volkswagen hyggst ná til að standa straum af kostnaðinum við svindlið. Sú síðast er fólgin í ákvörðun Audi að draga sig úr þolakstri við enda þessa árs. Það þýðir að Audi mun ekki keppa í þolakstursmótaröðinni á næsta ári, né heldur í Le Mans þolakstrinum. Hins vegar er Audi ekki alveg horfið af sviði keppnisaksturs því fyrirtækið hyggst keppa í Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Það rímar reyndar ágætlega við þá stefnu sem Volkswagen bílasamstæðan hefur tekið eftir dísilvélasvindlið, þ.e. er að leggja áherslu á þróun og smíði rafmagnsbíla. Margir munu vafalaust sjá mikið á eftir Audi í þolaksturskeppnunum, en frá því að Audi hóf þátttöku þar fyrir 18 árum hafa bílar þeirra unnið Le Mans keppnina 13 sinnum, sem er hreint magnaður árangur. Árangurinn í þolakstursmótaröðinni er líka lygi líkastur og af alls 185 keppnum sem Audi LMP þolakstursbíllinn hefur tekið þátt í hefur hann unnið 106 sinnum. Því má segja að Audi hætti á toppnum í þolakstri.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent