Mini Countryman verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 15:10 Mini Cooper S E Countryman. Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent