Mini Countryman verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 15:10 Mini Cooper S E Countryman. Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent