Tesla hagnaðist loksins Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 09:38 Tesla Model S heldur áfram að seljast vel. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent