Frumsýnir nýtt myndband á Vísi: "Tónlistin er afar draumkennd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferð. Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann hefur marga fjöruna sopið í tónlist og gaf út sína fyrstu breiðskífu, Pronto, föstudaginn 14. október. Glöggir tónlistarunnendur gætu hafa komið auga á Magnús að störfum bakvið hljómborðin við ýmis tækifæri, en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Glowie, rokksveitinni The Vintage Caravan, Sylvíu, blúsbandi Dóra Braga og Rythmatik svo að einhver dæmi séu tekin. Auk þess tryggði Magnús sér þriðja sæti á Músíktilraunum í vor með eigin tónsmíðum. Magnús frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. Tónlistin er flutt á hljóðgervla, Fender Rhodes og gamla píanettu en auk hljómborðanna leika Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Snorri Örn Arnarsson á fiðlu, selló og kontrabassa á plötunni. Magnús Leifur í Aldingarðinum tók upp plötuna og Axel „Flex“ Árnason hljóðblandaði og hljómjafnaði. „Ég mun koma fram á Iceland Airwaves og spila þar slatta af giggum með nokkrum mismunandi hljómsveitum,“ segir Magnús. Arnar Ingi Ingason plötusnúður og meðlimur í Sturla Atlas hannaði plötuumslagið. Sturla Magnússon leikstýrði myndbandinu og Ágúst Elí Ásgeirsson skaut það. Tumi Björnsson fer með leiksigur. „Tónlistin er afar draumkennd og lagt er mikið upp úr því að skapa góðan hljóðheim. Ég hef mikinn áhuga á allskonar hljóðum og öllu óhefðbundnu sem hægt er að gera með hljóðfærunum. T.d þá er brakið í píanóstólnum, þruskið í hljóðverinu og suðið í hljóðnemunum alveg jafn mikill partur af tónsmíðinni. Tónlistin er að miklum hluta spuni og hef ég mikinn áhuga á að kanna hvernig hægt er að blanda saman fyrirfram ákveðnum tónsmíðum og spuna í einn hrærigraut.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann hefur marga fjöruna sopið í tónlist og gaf út sína fyrstu breiðskífu, Pronto, föstudaginn 14. október. Glöggir tónlistarunnendur gætu hafa komið auga á Magnús að störfum bakvið hljómborðin við ýmis tækifæri, en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Glowie, rokksveitinni The Vintage Caravan, Sylvíu, blúsbandi Dóra Braga og Rythmatik svo að einhver dæmi séu tekin. Auk þess tryggði Magnús sér þriðja sæti á Músíktilraunum í vor með eigin tónsmíðum. Magnús frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. Tónlistin er flutt á hljóðgervla, Fender Rhodes og gamla píanettu en auk hljómborðanna leika Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Snorri Örn Arnarsson á fiðlu, selló og kontrabassa á plötunni. Magnús Leifur í Aldingarðinum tók upp plötuna og Axel „Flex“ Árnason hljóðblandaði og hljómjafnaði. „Ég mun koma fram á Iceland Airwaves og spila þar slatta af giggum með nokkrum mismunandi hljómsveitum,“ segir Magnús. Arnar Ingi Ingason plötusnúður og meðlimur í Sturla Atlas hannaði plötuumslagið. Sturla Magnússon leikstýrði myndbandinu og Ágúst Elí Ásgeirsson skaut það. Tumi Björnsson fer með leiksigur. „Tónlistin er afar draumkennd og lagt er mikið upp úr því að skapa góðan hljóðheim. Ég hef mikinn áhuga á allskonar hljóðum og öllu óhefðbundnu sem hægt er að gera með hljóðfærunum. T.d þá er brakið í píanóstólnum, þruskið í hljóðverinu og suðið í hljóðnemunum alveg jafn mikill partur af tónsmíðinni. Tónlistin er að miklum hluta spuni og hef ég mikinn áhuga á að kanna hvernig hægt er að blanda saman fyrirfram ákveðnum tónsmíðum og spuna í einn hrærigraut.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira