Auk þess tryggði Magnús sér þriðja sæti á Músíktilraunum í vor með eigin tónsmíðum. Magnús frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi.
Tónlistin er flutt á hljóðgervla, Fender Rhodes og gamla píanettu en auk hljómborðanna leika Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Snorri Örn Arnarsson á fiðlu, selló og kontrabassa á plötunni.
Magnús Leifur í Aldingarðinum tók upp plötuna og Axel „Flex“ Árnason hljóðblandaði og hljómjafnaði.
„Ég mun koma fram á Iceland Airwaves og spila þar slatta af giggum með nokkrum mismunandi hljómsveitum,“ segir Magnús.
Arnar Ingi Ingason plötusnúður og meðlimur í Sturla Atlas hannaði plötuumslagið. Sturla Magnússon leikstýrði myndbandinu og Ágúst Elí Ásgeirsson skaut það. Tumi Björnsson fer með leiksigur.
„Tónlistin er afar draumkennd og lagt er mikið upp úr því að skapa góðan hljóðheim. Ég hef mikinn áhuga á allskonar hljóðum og öllu óhefðbundnu sem hægt er að gera með hljóðfærunum. T.d þá er brakið í píanóstólnum, þruskið í hljóðverinu og suðið í hljóðnemunum alveg jafn mikill partur af tónsmíðinni. Tónlistin er að miklum hluta spuni og hef ég mikinn áhuga á að kanna hvernig hægt er að blanda saman fyrirfram ákveðnum tónsmíðum og spuna í einn hrærigraut.“