Mercedes Benz EQ rafmagnsbíll á göturnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:14 Mercedes Benz EQ rafmagnsbíllinn í Bremen. Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent