Volkswagen gæti yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 15:10 Slagurinn um söluhæsta bílaframleiðandann er harður og hnífjafn. Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent
Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent