Volkswagen gæti yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 15:10 Slagurinn um söluhæsta bílaframleiðandann er harður og hnífjafn. Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent