Í leit að friði Magnús Guðmundsson skrifar 10. október 2016 07:00 Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi og geislar hennar brutu sér leið í gegnum rigningarsuddann í Reykjavík. Hún var fyrst tendruð þann 9. október árið 2007 og þó ekki sé lengra um liðið þá er hún fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af borgarmyndinni á þessum árstíma. Þetta kyrrláta en mikilfenglega listaverk sem biðlar til fólks um að ímynda sér heim þar sem friður ríkir. Einfalt og fallegt verk sem fangar kjarnann í einfaldri og fallegri hugsun. Hvað gæti verið mikilvægara? Á föstudaginn skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undir stofnsamning að Höfða, friðarsetri. Þessu ágæta setri er ætlað að verða vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf og stuðla að friði, friðarmenningu og fræðslu, svo örfátt sé nefnt. Allt er þetta mikilvægt. Við sem þjóð þekkjum það blessunarlega betur að búa við frið en að lifa og deyja í stríði. Það þýðir þó ekki að styrjaldir heimsins og hörmungar séu okkur óviðkomandi, þvert á móti. Við erum hluti af alþjóðasamfélaginu, aðilar að hernaðarbandalagi og allt frá síðari heimsstyrjöld hefur leitað til okkar fólk á flótta undan styrjöldum í misfjarlægum löndum. Sumum höfum við tekið vel en öðrum ekki. Friðurinn á Íslandi er ekki handa öllum og stundum er ekki laust við að maður skammist sín fyrir það þegar maður horfir á Friðarsúluna lýsa upp kvöldhimininn yfir Kollafirði. Tökum dæmi, eins ómanneskjulegt og það kann að hljóma að taka líf fólks og framtíð sem dæmi, en það kannski hjálpar okkur að meta stöðu þeirra sem reyna að finna frið á Íslandi. Í dag eiga þau Regina Osamrumaese og Eugene Imotu að mæta til fundar hjá ríkislögreglustjóra og þar verður þeim að öllum líkindum sagt að friðurinn á Íslandi sé ekki fyrir þau og börnin þeirra. Ekki fyrir drenginn sem kom hingað með móður sinni og hefur búið hér stóran hluta ævi sinnar. Ekki fyrir bróður hans sem er fæddur hérna á Íslandi. Og ekki fyrir ófætt systkini þeirra sem er væntanlegt í heiminn. Nei, þessi fjölskylda á að fara til Nígeríu þaðan sem Regina flúði í leit að friði þegar hún var sex ára gömul. Þau geta bara farið á svæði innan Nígeríu þar sem ekki geisar styrjöld einmitt núna og á sama tíma getum við haldið áfram að horfa á Friðarsúluna og kannski sendum við þeim góða strauma, svona ef við munum eftir því. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess. Auðvitað vonum við að þessi fjölskylda fái að njóta friðarins á Íslandi og horfa á Friðarsúluna lýsa upp kvöldhimininn. En til þess þarf eflaust ýmislegt að breytast á Íslandi, svo sem viðhorf og vilji ráðamanna, starfsaðferðir stofnana og jafnvel sitthvað fleira, en við hljótum þó að minnsta kosti að geta ímyndað okkur að Ísland sé land friðarins. Við skulum því ímynda okkur að Dagur B. Eggertsson byrji daginn á því að láta verkin tala og hringi í Ólöfu Nordal og þau fari saman í að bjarga þessari fjölskyldu. Síðan sigli þau saman út í Viðey, án alls fræga fólksins, breyti ímyndun í sköpun og draumum í veruleika og geri Ísland að sönnu friðarsetri um ókomin ár.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi og geislar hennar brutu sér leið í gegnum rigningarsuddann í Reykjavík. Hún var fyrst tendruð þann 9. október árið 2007 og þó ekki sé lengra um liðið þá er hún fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af borgarmyndinni á þessum árstíma. Þetta kyrrláta en mikilfenglega listaverk sem biðlar til fólks um að ímynda sér heim þar sem friður ríkir. Einfalt og fallegt verk sem fangar kjarnann í einfaldri og fallegri hugsun. Hvað gæti verið mikilvægara? Á föstudaginn skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undir stofnsamning að Höfða, friðarsetri. Þessu ágæta setri er ætlað að verða vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf og stuðla að friði, friðarmenningu og fræðslu, svo örfátt sé nefnt. Allt er þetta mikilvægt. Við sem þjóð þekkjum það blessunarlega betur að búa við frið en að lifa og deyja í stríði. Það þýðir þó ekki að styrjaldir heimsins og hörmungar séu okkur óviðkomandi, þvert á móti. Við erum hluti af alþjóðasamfélaginu, aðilar að hernaðarbandalagi og allt frá síðari heimsstyrjöld hefur leitað til okkar fólk á flótta undan styrjöldum í misfjarlægum löndum. Sumum höfum við tekið vel en öðrum ekki. Friðurinn á Íslandi er ekki handa öllum og stundum er ekki laust við að maður skammist sín fyrir það þegar maður horfir á Friðarsúluna lýsa upp kvöldhimininn yfir Kollafirði. Tökum dæmi, eins ómanneskjulegt og það kann að hljóma að taka líf fólks og framtíð sem dæmi, en það kannski hjálpar okkur að meta stöðu þeirra sem reyna að finna frið á Íslandi. Í dag eiga þau Regina Osamrumaese og Eugene Imotu að mæta til fundar hjá ríkislögreglustjóra og þar verður þeim að öllum líkindum sagt að friðurinn á Íslandi sé ekki fyrir þau og börnin þeirra. Ekki fyrir drenginn sem kom hingað með móður sinni og hefur búið hér stóran hluta ævi sinnar. Ekki fyrir bróður hans sem er fæddur hérna á Íslandi. Og ekki fyrir ófætt systkini þeirra sem er væntanlegt í heiminn. Nei, þessi fjölskylda á að fara til Nígeríu þaðan sem Regina flúði í leit að friði þegar hún var sex ára gömul. Þau geta bara farið á svæði innan Nígeríu þar sem ekki geisar styrjöld einmitt núna og á sama tíma getum við haldið áfram að horfa á Friðarsúluna og kannski sendum við þeim góða strauma, svona ef við munum eftir því. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess. Auðvitað vonum við að þessi fjölskylda fái að njóta friðarins á Íslandi og horfa á Friðarsúluna lýsa upp kvöldhimininn. En til þess þarf eflaust ýmislegt að breytast á Íslandi, svo sem viðhorf og vilji ráðamanna, starfsaðferðir stofnana og jafnvel sitthvað fleira, en við hljótum þó að minnsta kosti að geta ímyndað okkur að Ísland sé land friðarins. Við skulum því ímynda okkur að Dagur B. Eggertsson byrji daginn á því að láta verkin tala og hringi í Ólöfu Nordal og þau fari saman í að bjarga þessari fjölskyldu. Síðan sigli þau saman út í Viðey, án alls fræga fólksins, breyti ímyndun í sköpun og draumum í veruleika og geri Ísland að sönnu friðarsetri um ókomin ár.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. október.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun