Tesla hættir smíði aflminnstu 60D útgáfu Model X Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:42 Tesla Model X. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent