Rimac gegn Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 10:30 Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent