Ljúft ferðalag um undraveröld Brúðuheima Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. október 2016 11:30 Bernd Ogrodnik skapar fallega og skemmtilega veröld Íslenska fílsins í Þjóðleikhúsinu. Leikhús Íslenski fíllinn Brúðuheimar og Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Handrit: Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir Hönnun leikbrúða, leikmyndar og brúðustjórnun: Bernd Ogrodnik Leikarar: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Edda Arnljótsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Bernd Ágúst Ogrodnik Hljóðmynd og upptökustjórn: Maggi Magg Búningar: Ólöf Haraldsdóttir og búningadeild Þjóðleikhússins Brúðuheimar bjóða okkar yngstu leikhúsgestum í ferðalag sem byrjar í stigagangi Þjóðleikhússins og endar inni í hjörtum þeirra. Sérlegur stjórnandi þessara töfraheima, Bernd Ogrodnik, býður áhorfendur persónulega velkomna í byrjun sýningar og kveður með þökkum að henni lokinni. Íslenski fíllinn var frumsýndur í síðasta mánuði en nokkur reynsla er komin á samvinnu Brúðuheima og Þjóðleikhússins sem blómstrar í þessari sýningu. Íslenski fíllinn segir sögu fílsungans Ayodele og flótta hennar frá heimkynnum sínum þar sem ekkert vatn er að finna, og eftir að hafa misst foreldra sína til Íslands. En áður en lengra er haldið má endilega hætta að tala og skrifa um Afríku eins og heimsálfan sé land. Smáu áhorfendurnir eiga betra skilið heldur en að þessi þreytandi hugsunarvilla sé stimpluð inn snemma. Þarna geta Bernd og Hildur M. Jónsdóttir vandað sig aðeins betur í annars ágætu handriti sem snýst aðallega um góðmennsku og hjálpsemi náungans. Aftur á móti fær sýningin stórt hrós fyrir að kynna áhorfendur fyrir undurfallegri tækni skuggabrúðuleikhússins, sem rekur sínar rætur til Indlands og Kína. Skuggahreyfingarnar eru dáleiðandi og koma sífellt á óvart. Bernd, með góðri aðstoð Ágústu Skúladóttur leikstjóra, notar allar víddir sviðsins til að stækka og smækka sjónarhorn áhorfenda með eftirtektarverðum hætti. Leikmyndin stækkar og minnkar sömuleiðis með hugvitsamlegum lausnum og leynihólfum, bæði brúðurnar og landslagið, en Bernd á einnig heiðurinn af þeirri hönnun. Brúðutækni hans er lipur þar sem hvert dýr verður einstakt, ekki einungis í útliti og raddblæ heldur líka hreyfingum. Heill hópur af þjóðþekktum íslenskum leikurum ljær brúðunum rödd sína í sýningunni og gerir það einkar vel. Þjóðleikhúsið á einnig hrós skilið fyrir að hýsa og styðja jafn framsækið hugverk og Brúðuheima. En þetta litla svið uppi í rjáfri Þjóðleikhússins mætti jafnvel nýta enn þá betur t.d. fyrir leiklestra og hvers kyns tilraunasýningar, til þess er það tilvalið. Smáatriðin glansa líka í glæsilegri búningahönnun Ólafar Haraldsdóttur. Pínulitlar kindalopapeysur, næfurþunnur trefill á krumma og örsmáar smekkbuxur á aðra músina en hin ber sérhannaðan bakpoka með utan á hangandi björgunarhring. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar er einnig snotur en hann nýtir hvern millimetra á þessu litla sviði, þar bera skuggalýsingarnar af. Menningarlegu vísanirnar eru svolítill hrærigrautur þar sem menningararfi fjölmargra landa vítt og breytt um heiminn er mallað djarflega saman. Þegar slíkar vísanir eru fengnar að láni úr öðrum menningarheimum verður að stíga gætilega til jarðar og hér mætti fara varlegar. Þrátt fyrir þessa vankanta er sýningin ljúf áminning um hvað litlir hlutir, minnstu smáatriði og hógværar vinnuaðferðir geta breytt miklu. Niðurstaða: Hugljúf og sérlega fallega hönnuð saga um vináttu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október. Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Íslenski fíllinn Brúðuheimar og Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Handrit: Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir Hönnun leikbrúða, leikmyndar og brúðustjórnun: Bernd Ogrodnik Leikarar: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Edda Arnljótsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Bernd Ágúst Ogrodnik Hljóðmynd og upptökustjórn: Maggi Magg Búningar: Ólöf Haraldsdóttir og búningadeild Þjóðleikhússins Brúðuheimar bjóða okkar yngstu leikhúsgestum í ferðalag sem byrjar í stigagangi Þjóðleikhússins og endar inni í hjörtum þeirra. Sérlegur stjórnandi þessara töfraheima, Bernd Ogrodnik, býður áhorfendur persónulega velkomna í byrjun sýningar og kveður með þökkum að henni lokinni. Íslenski fíllinn var frumsýndur í síðasta mánuði en nokkur reynsla er komin á samvinnu Brúðuheima og Þjóðleikhússins sem blómstrar í þessari sýningu. Íslenski fíllinn segir sögu fílsungans Ayodele og flótta hennar frá heimkynnum sínum þar sem ekkert vatn er að finna, og eftir að hafa misst foreldra sína til Íslands. En áður en lengra er haldið má endilega hætta að tala og skrifa um Afríku eins og heimsálfan sé land. Smáu áhorfendurnir eiga betra skilið heldur en að þessi þreytandi hugsunarvilla sé stimpluð inn snemma. Þarna geta Bernd og Hildur M. Jónsdóttir vandað sig aðeins betur í annars ágætu handriti sem snýst aðallega um góðmennsku og hjálpsemi náungans. Aftur á móti fær sýningin stórt hrós fyrir að kynna áhorfendur fyrir undurfallegri tækni skuggabrúðuleikhússins, sem rekur sínar rætur til Indlands og Kína. Skuggahreyfingarnar eru dáleiðandi og koma sífellt á óvart. Bernd, með góðri aðstoð Ágústu Skúladóttur leikstjóra, notar allar víddir sviðsins til að stækka og smækka sjónarhorn áhorfenda með eftirtektarverðum hætti. Leikmyndin stækkar og minnkar sömuleiðis með hugvitsamlegum lausnum og leynihólfum, bæði brúðurnar og landslagið, en Bernd á einnig heiðurinn af þeirri hönnun. Brúðutækni hans er lipur þar sem hvert dýr verður einstakt, ekki einungis í útliti og raddblæ heldur líka hreyfingum. Heill hópur af þjóðþekktum íslenskum leikurum ljær brúðunum rödd sína í sýningunni og gerir það einkar vel. Þjóðleikhúsið á einnig hrós skilið fyrir að hýsa og styðja jafn framsækið hugverk og Brúðuheima. En þetta litla svið uppi í rjáfri Þjóðleikhússins mætti jafnvel nýta enn þá betur t.d. fyrir leiklestra og hvers kyns tilraunasýningar, til þess er það tilvalið. Smáatriðin glansa líka í glæsilegri búningahönnun Ólafar Haraldsdóttur. Pínulitlar kindalopapeysur, næfurþunnur trefill á krumma og örsmáar smekkbuxur á aðra músina en hin ber sérhannaðan bakpoka með utan á hangandi björgunarhring. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar er einnig snotur en hann nýtir hvern millimetra á þessu litla sviði, þar bera skuggalýsingarnar af. Menningarlegu vísanirnar eru svolítill hrærigrautur þar sem menningararfi fjölmargra landa vítt og breytt um heiminn er mallað djarflega saman. Þegar slíkar vísanir eru fengnar að láni úr öðrum menningarheimum verður að stíga gætilega til jarðar og hér mætti fara varlegar. Þrátt fyrir þessa vankanta er sýningin ljúf áminning um hvað litlir hlutir, minnstu smáatriði og hógværar vinnuaðferðir geta breytt miklu. Niðurstaða: Hugljúf og sérlega fallega hönnuð saga um vináttu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október.
Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira