Er þetta flinkast hjólreiðamaður heims? Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 11:07 Danny MacAskill á flugi sem endranær. Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent
Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent