Tónlist

Samdi plötuna þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Færeyingurinn með flott lag.
Færeyingurinn með flott lag.
HEIDRIK, eða Heiðríkur eins og Íslendingar kalla hann, gaf út plötuna Funeral fyrir tæpum mánuði síðan. Platan er samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja eins og hann orðar það sjálfur.

Samtals eru 10 lög á plötunni, órafmögnuð og knúin fram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Hann gaf út nýtt myndband við lagið Red Hair í gær og er það frumsýnt á Vísi í da.

„Funeral er stórkostleg afurð væntumþykju. Með sérhverri hlustun kynnir hún mannir fyrir einhverju fallegu og átakanlegu, glæsilegustu augnablik plötunnar hreyfa við manni líkt og sólstafir sem brjóta sér leið gegnum skýin og verma mann í haustgolunni,“ segir gagnrýnandi Gold Flake Paint síðunnar um plötuna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×