Mark Webber hættur þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 15:10 Mark Webber hefur ekið fyrir Porsche að undanförnu í þolakstursmótaröðinni. Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent