Rallýbíll þræðir elgshjörð Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 10:15 Finnskur rallökumaður verður að teljast heppinn að hafa ekki fengið elg fram á bíl sinn í keppni þar í landi fyrir skömmu og náðist atvikið á mynd innan úr rallbílnum. Fljótlega á einni sérleið rallsins ekur hann fram á elgsfjölskyldu og komast tveir elgir yfir veginn áður en sá þriðji birtist og virðist ætla beint framan á bílinn. Ökumaðurinn hélt þó hraða sínum áfram ótrauður og elgurinn hættir við að fara yfir veginn á síðustu stundu. Ekki hefði mátt að sökum spyrja ef elgurinn hefði farið framan á bílinn og hefði þátttöku hans lokið þar og ef til vill á dramtískan hátt. Í myndskeiðinu hér að ofan gerist þetta þegar 1:58 mínúta er liðin. Miðað við hræðsluöskrin innan úr bílnum stóð ökumanni og aðstoðarmanni hans ekki á sama er elgirnir birtust og engin furða. Seinna í myndskeiðinu sést að ökumaðurinn er í hálgerðu sjokki eftir atburðinn því hann fer ranga leið og styttir sér leið undir viðvörunarplastgirðingu sem strengd hefur verið yfir styttinguna. Lái honum hver sem vill. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Finnskur rallökumaður verður að teljast heppinn að hafa ekki fengið elg fram á bíl sinn í keppni þar í landi fyrir skömmu og náðist atvikið á mynd innan úr rallbílnum. Fljótlega á einni sérleið rallsins ekur hann fram á elgsfjölskyldu og komast tveir elgir yfir veginn áður en sá þriðji birtist og virðist ætla beint framan á bílinn. Ökumaðurinn hélt þó hraða sínum áfram ótrauður og elgurinn hættir við að fara yfir veginn á síðustu stundu. Ekki hefði mátt að sökum spyrja ef elgurinn hefði farið framan á bílinn og hefði þátttöku hans lokið þar og ef til vill á dramtískan hátt. Í myndskeiðinu hér að ofan gerist þetta þegar 1:58 mínúta er liðin. Miðað við hræðsluöskrin innan úr bílnum stóð ökumanni og aðstoðarmanni hans ekki á sama er elgirnir birtust og engin furða. Seinna í myndskeiðinu sést að ökumaðurinn er í hálgerðu sjokki eftir atburðinn því hann fer ranga leið og styttir sér leið undir viðvörunarplastgirðingu sem strengd hefur verið yfir styttinguna. Lái honum hver sem vill.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent