Nýtir sér dulúðina Kjartan Guðmundsson skrifar 14. október 2016 13:30 Þórhallur Sævarsson leikstýrir The Hidden, sinni fyrstu mynd í fullri lengd. „Það er nú svoleiðis með þennan kvikmyndabransa að maður þorir varla að segja að neitt sé pottþétt fyrr en myndin er komin í bíó, en þetta lítur mjög vel út og við stefnum að því að hefja tökur um mitt næsta sumar,“ segir Þórhallur Sævarsson leikstjóri. Þórhallur hefur gert það gott sem auglýsingaleikstjóri síðasta rúma áratuginn og starfað víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku og er nú með annan fótinn í Mílanó á Ítalíu, en vinnur hörðum höndum að undirbúningi sinnar fyrstu myndar í fullri lengd. Sú nefnist The Hidden og er hrollvekja sem byggir á atburðum sem áttu sér stað á hálendi Íslands fyrir nokkrum árum, þegar hópur erlendra jarðfræðinga kom hingað í rannsóknarferð og varð vitni að ýmsum óútskýranlegum hlutum.Framleiðendur The Hidden eru frá íslensku framleiðslufyrirtækjunum True North og Mystery og hinu breska Iron Box Films og er vinna við leikaraval þegar hafin í London og Los Angeles. Myndin verður á ensku, en stærstur hluti hennar tekinn upp á Íslandi. Þórhallur segist spenntur fyrir því að gera sína fyrstu kvikmynd og ekki síst að nýta sér stórfenglegt landslagið og dulúðuga stemninguna á hálendi Íslands. „Ég hef gengið lengi með þessa hugmynd í maganum. Það eru svo spennandi hughrif sem maður verður fyrir þegar maður er staddur uppi á hálendi og fer kannski að horfa í kringum sig seint um kvöld. Þá byrjar maður að hugsa um ýmsar þjóðsögur, huldufólk og náttúruvætti og það getur orðið mjög yfirþyrmandi mjög hratt. Það er jafnvel mögulegt að fá innilokunarkennd í sjálfu víðáttubrjálæðinu, sem er alveg einstakt.“ Leikstjórinn fékk gamlan kunningja sinn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, rithöfundinn Óttar M. Norðfjörð, til að semja handrit The Hidden. „Þórhallur bauð mér í kaffi fyrir þremur árum og sagði mér þessa sögu sem mér leist strax vel á,“ segir Óttar, sem hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur en The Hidden er hans fyrsta kvikmyndahandrit sem kemst á framleiðslustig. „Það er gaman að sjá hvað fólk sýnir verkefninu mikinn áhuga, bæði heima og erlendis, og ég er alveg drulluspenntur fyrir þessu,“ segir Óttar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Það er nú svoleiðis með þennan kvikmyndabransa að maður þorir varla að segja að neitt sé pottþétt fyrr en myndin er komin í bíó, en þetta lítur mjög vel út og við stefnum að því að hefja tökur um mitt næsta sumar,“ segir Þórhallur Sævarsson leikstjóri. Þórhallur hefur gert það gott sem auglýsingaleikstjóri síðasta rúma áratuginn og starfað víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku og er nú með annan fótinn í Mílanó á Ítalíu, en vinnur hörðum höndum að undirbúningi sinnar fyrstu myndar í fullri lengd. Sú nefnist The Hidden og er hrollvekja sem byggir á atburðum sem áttu sér stað á hálendi Íslands fyrir nokkrum árum, þegar hópur erlendra jarðfræðinga kom hingað í rannsóknarferð og varð vitni að ýmsum óútskýranlegum hlutum.Framleiðendur The Hidden eru frá íslensku framleiðslufyrirtækjunum True North og Mystery og hinu breska Iron Box Films og er vinna við leikaraval þegar hafin í London og Los Angeles. Myndin verður á ensku, en stærstur hluti hennar tekinn upp á Íslandi. Þórhallur segist spenntur fyrir því að gera sína fyrstu kvikmynd og ekki síst að nýta sér stórfenglegt landslagið og dulúðuga stemninguna á hálendi Íslands. „Ég hef gengið lengi með þessa hugmynd í maganum. Það eru svo spennandi hughrif sem maður verður fyrir þegar maður er staddur uppi á hálendi og fer kannski að horfa í kringum sig seint um kvöld. Þá byrjar maður að hugsa um ýmsar þjóðsögur, huldufólk og náttúruvætti og það getur orðið mjög yfirþyrmandi mjög hratt. Það er jafnvel mögulegt að fá innilokunarkennd í sjálfu víðáttubrjálæðinu, sem er alveg einstakt.“ Leikstjórinn fékk gamlan kunningja sinn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, rithöfundinn Óttar M. Norðfjörð, til að semja handrit The Hidden. „Þórhallur bauð mér í kaffi fyrir þremur árum og sagði mér þessa sögu sem mér leist strax vel á,“ segir Óttar, sem hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur en The Hidden er hans fyrsta kvikmyndahandrit sem kemst á framleiðslustig. „Það er gaman að sjá hvað fólk sýnir verkefninu mikinn áhuga, bæði heima og erlendis, og ég er alveg drulluspenntur fyrir þessu,“ segir Óttar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira