Íslendingar gera GameBoy leiki Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. október 2016 09:00 Skúli Óskarsson keppir með leikinn Wild Goose Chase þar sem leikmenn þurfa að elta gæs nokkra í gegnum allskonar hindranir. Vísir/Vilhelm Fimm íslendingar þátt í keppninni BGJAM hvar þeir keppast um hver býr til besta leikinn í GameBoy þema. Skúli Óskarsson er einn þeirra en hann hefur fiktað við tölvuleikjagerð í nokkur ár. „Ég hef verið að dóla mér við leikjagerð í svona 3 ár. Það hefur eitthvað farið á netið frá mér, en ég er bara búinn að vera fastur í því að æfa mig. Ég hef alltaf verið svo hræddur við að mistakast að ég hef aldrei skellt mér almennilega í djúpu laugina. Það var ekki fyrr en á þessu ári þar sem ég fór að taka mig á. Leikurinn fyrir þessa keppni er það stærsta sem ég hef gert. En það er bara byrjunin, því að stefnan er að búa til alveg heilan helling af leikjum og ég er nú þegar byrjaður á næsta verkefni,“ segir Skúli Óskarsson einn af þeim íslendingum sem taka þátt í keppninni. „Fólk virðist vera mjög hrifið af leiknum sem ég gerði fyrir þessa keppni og margir hafa spurt hvort ég ætli að gefa út fleiri borð fyrir hann. Ég mun samt líklega hafa hann eins og hann er, en mig langar að þróa hann aðeins meira og gera hann stærri og flottari,“ segir Skúli aðspurður út hvernig hann metur sigurlíkur sínar í keppninni og hvað sé framundan hjá honum.Hvernig staðan í tölvuleikjagerð hér á landi?„Leikjasamfélagið á Íslandi er alveg frábært, þó að það hafi verið í dvala í smá tíma er komin mikil gróska, fleiri fyrirtæki og það eru hittingar í hverjum mánuði. Við erum líka með samskiptarás á Slack með yfir 90 meðlimum sem er mjög virk. Á meðan keppnin var í gangi þá vorum við 5 sem tókum þátt að senda skjáskot og pælingar alveg á fullu. Ferlið frá upphafi til enda var alveg ótrúlega skemmtilegt Núna þar sem hún er búin er maður bara að bíða spenntur eftir að kosningum lýkur svo að maður geti séð hversu vel maður stóð sig, en ég hef mikla trú um að þeir leikir sem komu frá Íslandi eigi eftir að koma mjög vel út. Ég var mjög feiminn við að deila hlutum á samskiptarásinni fyrst, en núna er ég farinn að senda nánast allt sem ég geri og ég er óendanlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu og endurgjöf sem ég hef fengið. Og ég mæli með að fleiri geri það sama. Því að hópurinn er mjög stór og það eru margir þarna inni með mikla reynslu á geiranum sem vilja hjálpa öðrum,“ segir Skúli að lokum.Hér má skoða og spila alla leikina sem eru í keppninni.Hér má spila Wild Goose Chase, leikinn hans Skúla. Aðrir Íslendingar í keppninni eru: Charles Palmer með Void-dogs.Hell-Bent eftir Torfa Ásgeirsson.Let's Make Games eftir Jóhannes Sigurðsson. Og Pongpongpongpong eftir Jóhannes G. Þorsteinsson Leikjavísir Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Fimm íslendingar þátt í keppninni BGJAM hvar þeir keppast um hver býr til besta leikinn í GameBoy þema. Skúli Óskarsson er einn þeirra en hann hefur fiktað við tölvuleikjagerð í nokkur ár. „Ég hef verið að dóla mér við leikjagerð í svona 3 ár. Það hefur eitthvað farið á netið frá mér, en ég er bara búinn að vera fastur í því að æfa mig. Ég hef alltaf verið svo hræddur við að mistakast að ég hef aldrei skellt mér almennilega í djúpu laugina. Það var ekki fyrr en á þessu ári þar sem ég fór að taka mig á. Leikurinn fyrir þessa keppni er það stærsta sem ég hef gert. En það er bara byrjunin, því að stefnan er að búa til alveg heilan helling af leikjum og ég er nú þegar byrjaður á næsta verkefni,“ segir Skúli Óskarsson einn af þeim íslendingum sem taka þátt í keppninni. „Fólk virðist vera mjög hrifið af leiknum sem ég gerði fyrir þessa keppni og margir hafa spurt hvort ég ætli að gefa út fleiri borð fyrir hann. Ég mun samt líklega hafa hann eins og hann er, en mig langar að þróa hann aðeins meira og gera hann stærri og flottari,“ segir Skúli aðspurður út hvernig hann metur sigurlíkur sínar í keppninni og hvað sé framundan hjá honum.Hvernig staðan í tölvuleikjagerð hér á landi?„Leikjasamfélagið á Íslandi er alveg frábært, þó að það hafi verið í dvala í smá tíma er komin mikil gróska, fleiri fyrirtæki og það eru hittingar í hverjum mánuði. Við erum líka með samskiptarás á Slack með yfir 90 meðlimum sem er mjög virk. Á meðan keppnin var í gangi þá vorum við 5 sem tókum þátt að senda skjáskot og pælingar alveg á fullu. Ferlið frá upphafi til enda var alveg ótrúlega skemmtilegt Núna þar sem hún er búin er maður bara að bíða spenntur eftir að kosningum lýkur svo að maður geti séð hversu vel maður stóð sig, en ég hef mikla trú um að þeir leikir sem komu frá Íslandi eigi eftir að koma mjög vel út. Ég var mjög feiminn við að deila hlutum á samskiptarásinni fyrst, en núna er ég farinn að senda nánast allt sem ég geri og ég er óendanlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu og endurgjöf sem ég hef fengið. Og ég mæli með að fleiri geri það sama. Því að hópurinn er mjög stór og það eru margir þarna inni með mikla reynslu á geiranum sem vilja hjálpa öðrum,“ segir Skúli að lokum.Hér má skoða og spila alla leikina sem eru í keppninni.Hér má spila Wild Goose Chase, leikinn hans Skúla. Aðrir Íslendingar í keppninni eru: Charles Palmer með Void-dogs.Hell-Bent eftir Torfa Ásgeirsson.Let's Make Games eftir Jóhannes Sigurðsson. Og Pongpongpongpong eftir Jóhannes G. Þorsteinsson
Leikjavísir Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira