Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2016 11:00 Gæsaveiðin hefur verið afbragðsgóð á þessu hausti að sögn veiðimanna en mikill fugl er kominn niður í akra og tún. Það virðist varla skipta máli hvar maður drepur niður fæti í leit að gæs þvi mikið af fugli virðist vera í túnum og ökrum um allt land. Skyttur sem hafa gert sérstaklega út á gæsaveiði í nokkur ár og selja bráð sína í búðir og veitingastaði segja að þetta haust núna sé mun betra en í fyrra þar sem það hafi komið fleiri góðir dagar með rétta veðrinu heldur en í fyrra. Til að taka af vafa eru gæsaskyttur ekki að biðja um fallegt haustveður heldur þykir góður vindur og rökkur vera besta veðrið til að sitja fyrir fuglinum. Á túnum og ökrum á suðurlandi og að Höfn í Hornafirði má víða sjá svarta flekki af gæs sem unir sér vel á landinu á meðan hún kemst ennþá í æti og af því er nóg að taka. Kornbændur hafa þó ekki verið jafnsáttir við að fá þessa stóru hópa af gæs á akra sína og hafa skyttur notið aukinnar kornræktar í mörg ár þar sem veiðin í kornökrunum er oft gríðarlega góð. Mjög algengt er að þrjár til fjórar skyttur séu með hátt í 100 gæsir eftir einn morgun. Tímabilið varir oft fram í lok nóvember en það fer þó að vísu eftir veðri en síðustu haust hefur verið skotin gæs langt inní desember. Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði
Gæsaveiðin hefur verið afbragðsgóð á þessu hausti að sögn veiðimanna en mikill fugl er kominn niður í akra og tún. Það virðist varla skipta máli hvar maður drepur niður fæti í leit að gæs þvi mikið af fugli virðist vera í túnum og ökrum um allt land. Skyttur sem hafa gert sérstaklega út á gæsaveiði í nokkur ár og selja bráð sína í búðir og veitingastaði segja að þetta haust núna sé mun betra en í fyrra þar sem það hafi komið fleiri góðir dagar með rétta veðrinu heldur en í fyrra. Til að taka af vafa eru gæsaskyttur ekki að biðja um fallegt haustveður heldur þykir góður vindur og rökkur vera besta veðrið til að sitja fyrir fuglinum. Á túnum og ökrum á suðurlandi og að Höfn í Hornafirði má víða sjá svarta flekki af gæs sem unir sér vel á landinu á meðan hún kemst ennþá í æti og af því er nóg að taka. Kornbændur hafa þó ekki verið jafnsáttir við að fá þessa stóru hópa af gæs á akra sína og hafa skyttur notið aukinnar kornræktar í mörg ár þar sem veiðin í kornökrunum er oft gríðarlega góð. Mjög algengt er að þrjár til fjórar skyttur séu með hátt í 100 gæsir eftir einn morgun. Tímabilið varir oft fram í lok nóvember en það fer þó að vísu eftir veðri en síðustu haust hefur verið skotin gæs langt inní desember.
Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði