1.500 hestafla Audi R8 Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:56 Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent