Sölumet Volkswagen Golf á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 11:28 Volkswagen Golf GTE tengiltvinnbíll. Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar sölu á VW Golf. Til að kóróna enn frekar árangur Heklu flýgur Skoda Octavia einnig út, en yfir 600 bílar af þeirri tegund hafa verið seldir á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrir utan þessi tvö sölumet í september er óhætt að segja að september hafi verið góður mánuður hjá Heklu því markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu til einstaklinga og fyrirtækja var 21,65% og þar með hæst allra bílaumboða á Íslandi. Hekla heldur svo enn miklu forskoti þegar kemur að vistvænum bílum en í lok september var Hekla með 69,3% markaðshlutdeild í þeim flokki bíla. Volkswagen hefur þar yfirburðastöðu með 330 selda bíla en Skoda er í öðru sæti með 114 selda bíla. Staðan er einnig feykigóð hjá Audi sem hefur selt hátt í 90 e-tron tengiltvinnbíla það sem af er ári og Mitsubishi sem er með hátt í 80 selda Outlander PHEV. Hér að neðan má sjá töflu yfir sölu á vistvænum bílum á Íslandi í ár.Sala í vistvænum bílum á Íslandi í ár. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent
Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar sölu á VW Golf. Til að kóróna enn frekar árangur Heklu flýgur Skoda Octavia einnig út, en yfir 600 bílar af þeirri tegund hafa verið seldir á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrir utan þessi tvö sölumet í september er óhætt að segja að september hafi verið góður mánuður hjá Heklu því markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu til einstaklinga og fyrirtækja var 21,65% og þar með hæst allra bílaumboða á Íslandi. Hekla heldur svo enn miklu forskoti þegar kemur að vistvænum bílum en í lok september var Hekla með 69,3% markaðshlutdeild í þeim flokki bíla. Volkswagen hefur þar yfirburðastöðu með 330 selda bíla en Skoda er í öðru sæti með 114 selda bíla. Staðan er einnig feykigóð hjá Audi sem hefur selt hátt í 90 e-tron tengiltvinnbíla það sem af er ári og Mitsubishi sem er með hátt í 80 selda Outlander PHEV. Hér að neðan má sjá töflu yfir sölu á vistvænum bílum á Íslandi í ár.Sala í vistvænum bílum á Íslandi í ár.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent