Síðasti séns í Varmá á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 19. október 2016 11:00 Það leynast víða stórir sjóbirtingar í Varmá Það hefur lítið farið fyrir fréttum úr Varmá á þessu hausti en mesta ásóknin í veiði í ánni er á vorin. Veiðin á haustin er þó oft mjög fín en það þarf oft að hafa aðeins fyrir því að finna fiskinn og þeir sem hafa skotist í ánna í október hafa alveg fundið fyrir því. Suma daga hefur gengið ágætlega og sem dæmi var veiðimaður við ánna fyrir fáum dögum með fjórtán sjóbirtinga á land og þar af fimm sem voru yfir 10 pund. Öllum var sleppt aftur eftir viðureign. En það hafa ekki allir verið svona heppnir því suma daga hefur sáralítið veiðst og lítið sést. Það er erfitt að segja hvert fiskurinn fer en alþekkt er að sjóbirtingurinn fer undir bakkana og lætur lítið fyrir sér fara þangað til hann allt í einu fer á stjá. Síðasti dagurinn til veiða í Varmá er á morgun og samkvæmt vefsölunni hjá SVFR eru allar stangirnar lausar. Það sem ætti að virka sem smá hvatning er að þegar veðurspáin er jafn afleit eins og hún er þá veiðist oft feyknavel daginn eftir þegar mesta óveðrið er gengið niður og áin, sem vex oft gífurlega, fer að sjatna. Það er oft enginn veiðistaður þar sem hann á að vera og oft þarf að lesa vatnið vel og fara hratt yfir. Málið er nefnilega það að það er hægt að gera fína veiði við þessi skilyrði. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Það hefur lítið farið fyrir fréttum úr Varmá á þessu hausti en mesta ásóknin í veiði í ánni er á vorin. Veiðin á haustin er þó oft mjög fín en það þarf oft að hafa aðeins fyrir því að finna fiskinn og þeir sem hafa skotist í ánna í október hafa alveg fundið fyrir því. Suma daga hefur gengið ágætlega og sem dæmi var veiðimaður við ánna fyrir fáum dögum með fjórtán sjóbirtinga á land og þar af fimm sem voru yfir 10 pund. Öllum var sleppt aftur eftir viðureign. En það hafa ekki allir verið svona heppnir því suma daga hefur sáralítið veiðst og lítið sést. Það er erfitt að segja hvert fiskurinn fer en alþekkt er að sjóbirtingurinn fer undir bakkana og lætur lítið fyrir sér fara þangað til hann allt í einu fer á stjá. Síðasti dagurinn til veiða í Varmá er á morgun og samkvæmt vefsölunni hjá SVFR eru allar stangirnar lausar. Það sem ætti að virka sem smá hvatning er að þegar veðurspáin er jafn afleit eins og hún er þá veiðist oft feyknavel daginn eftir þegar mesta óveðrið er gengið niður og áin, sem vex oft gífurlega, fer að sjatna. Það er oft enginn veiðistaður þar sem hann á að vera og oft þarf að lesa vatnið vel og fara hratt yfir. Málið er nefnilega það að það er hægt að gera fína veiði við þessi skilyrði.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði