Tónlist

Nýtt myndband: Rappplata um matvæli sem grundvöll slökunar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flott plata hér á ferð frá Cheddy Carter.
Flott plata hér á ferð frá Cheddy Carter.
Rappsveitin Cheddy Carter var rétt í þessu að gefa frá sér nýtt myndband við lagið Smoked Lamb. Í myndbandinu smá sjá þá Ragnar Tómas Hallgrímsson og Ívar Schram í glímubúningum sem klæðir þá einstaklega vel.

Á dögunum kom út smáskífa frá sveitinni og ber hún nafnið Yellow Magic en hún er aðgengileg á helstu tónlistarveitum landsins.

Hér að neðan má sjá myndbandið við eitt laga plötunnar, Smoked Lamb.

Á Yellow Magic er farið um víðan völl, hvað umfjöllunarefni varðar en í grófum dráttum fjallar hún um hugleiðingar Cheddy Carter um tiltekin matvæli sem grundvöll slökunar.

Titillag plötunnar, Yellow Magic, fjallar t.a.m. um öfgafengna ástríðu, í þessu tilfelli, fyrir alls kyns ostum. Lagið Bond, Vagabond fjallar um mikilvægi þess að njóta líðandi stundar á meðan lagið Opium er eins konar hvatning til afslökunar. Heilt á litið má því segja að Yellow Magic sé eins konar uppskrift af vellíðan.

Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna á Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×