Handbolti

Ómögulegt að æfa fyrir HM í karate og handbolta á sama tíma

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Thelma Rut Frímannsdóttir, fyrirliði Aftureldingar í 1. deild kvenna í handbolta, hefur lagt handboltaskónna tímabundið á hilluna á meðan hún æfir fyrir Heimsmeistaramótið í karate.

Thelma sem á sæti í landsliðinu segir það ómögulegt að sameina þetta tvennt en Guðjón Guðmundsson ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er nánast ómögulegt að æfa báðar greinar á meðan maður æfir fyrir Heimsmeistaramót. Því fylgir meiðslahætta og álag og þessvegna tók ég mér frí frá handboltanum til að einbeita mér að karateinu.“

Thelma sem hefur unnið til verðlauna í tveimur mótum erlendis segir það erfitt að velja á milli.

„Styrktarlega séð er gott að vera í báðu, þolið fæ ég úr handboltanum en styrkinn úr karate. Það er afskaplega erfitt að velja á milli,“ sagði Thelma en einnig er rætt við þjálfara hennar í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×