Tempraður tilfinningahiti Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. október 2016 11:15 Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Horft frá brúnni. Leikhús Horft frá brúnni eftir Arthur Miller Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Stefan Metz Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson, Harpa Arnardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðhönnun og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Þýðing: Sigurður Pálsson Horft frá brúnni eftir Arthur Miller var frumsýnt á Broadway fyrir sextíu árum og nú má sjá það á fjölum Þjóðleikhússins, í fjórða skiptið, enda einstaklega gott leikverk sem vert er að sýna reglulega. Leikstjórinn Stefan Metz og hönnuðurinn Sean Mackaou taka höndum saman á ný og freista þess að endurtaka smellinn sem þeir framleiddu með Eldrauninni, líka eftir Miller. Leikverkið fjallar um ástir og átök ítalskra hafnarverkamanna í Brooklyn. Hjónin Eddie og Beatrice Carbone hafa alið upp Katrínu, systurdóttur Beatrice, nánast sem sína eigin. En með komu tveggja ólöglegra innflytjenda sem hjónin veita húsaskjól vella óþægilegar tilfinningar upp á yfirborðið. Miller taldi, og vildi sýna með þessu verki, að leikrit yrðu að innihalda heildræna túlkun á samfélaginu og manneskjunni í veröldinni. Þau gætu hvorki verið of sjálfhverf né táknræn. Hilmir Snær Guðnason gerir aðra atlögu að einu af höfuðhlutverkum Millers. Nú tekst hann á við hinn stolta Eddie sem berst á móti breytingum en neitar að horfast í augu við sitt eigið tilfinningarót. Hilmir leikur Eddie ágætlega en aldrei af ástríðu. Hann slær ekki frá sér fyrr en hann er gjörsamlega innikróaður en nær aldrei að brjótast í gegnum glerhjúpinn sem virðist umlykja leik hans. Lögfræðinginn hr. Alfieri leikur Arnar Jónsson en hans viðvera í verkinu verkar nánast líkt og kórarnir í forngrískum leikverkum: Hann bæði rammar inn söguna og tjáir sig um þróun mála. Arnar leikur af öryggi og er nánast eins manns kór. Harpa Arnardóttir leikur Beatrice af mikilli næmni en heldur sér þó aðeins of mikið til hlés. Málamiðlunin verður ofan á frekar en ástin. Katrínu leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir en hún er sakleysið og barnslega einlægnin uppmáluð. Raddbeiting Láru Jóhönnu er ekki nægilega góð en hún virðist anda línunum frá sér frekar en að segja þær. Snorri Engilbertsson leikur gleðigosann Rodolfo sem heillar Katrínu upp úr skónum og Stefán Hallur Stefánsson leikur Marco, eldri bróður Rodolfos. Hvorugur þróast með sýningunni heldur leika þeir nánast alltaf í sama taktinum en skila sínu. Þeir Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson og Baldur Trausti Hreinsson sinna minni, en þó mikilvægum, hlutverkum og ferst það þokkalega úr hendi. Fagurfræði virðist eiga allan hug Stefans Metz frekar en leikræn túlkun. Leikararnir virðast vera að leika táknmyndir frekar en raunverulegar manneskjur. Sýningin er leikin án hlés sem er vel til fundið en drifkraftinn vantar. Persónur tala hver til annarrar frekar en hver við aðra. Búningar Seans Mackaoui eru ekkert sérstaklega eftirminnilegir en leikmyndin er virkilega vel útfærð. Hringsviðið minnir á kvikmyndasett film noir kvikmyndanna þar sem bognir skuggar og ljóstírur takast á. Lýsing Ólafs Ágústs Sævarssonar er einnig einkar góð þar sem ljóskastararnir hreinlega elta persónurnar á röndum og fallegar línur eru dregnar í yfirþyrmandi myrkrið, sem verður reyndar stundum of dimmt. Elvar Geir Sævarsson sér ágætlega um bæði hljóðhönnun og hljóðmynd en dramatísku undirtónarnir verða stundum of melódramatískir. Við lestur á leikriti Arthurs Miller leiftra tilfinningarnar á hverri blaðsíðu þannig að þær nánast neista. Í þessari sýningu malla þær einungis undir yfirborðinu en ná aldrei suðupunkti. Ástríðan, tilfinningalega óreiðan og mannlegi harmleikurinn kemst þess vegna aldrei almennilega til skila. Niðurstaða: Vel hönnuð sýning sem verður aldrei nema ylvolg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október. Leikhús Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Horft frá brúnni eftir Arthur Miller Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Stefan Metz Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson, Harpa Arnardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðhönnun og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Þýðing: Sigurður Pálsson Horft frá brúnni eftir Arthur Miller var frumsýnt á Broadway fyrir sextíu árum og nú má sjá það á fjölum Þjóðleikhússins, í fjórða skiptið, enda einstaklega gott leikverk sem vert er að sýna reglulega. Leikstjórinn Stefan Metz og hönnuðurinn Sean Mackaou taka höndum saman á ný og freista þess að endurtaka smellinn sem þeir framleiddu með Eldrauninni, líka eftir Miller. Leikverkið fjallar um ástir og átök ítalskra hafnarverkamanna í Brooklyn. Hjónin Eddie og Beatrice Carbone hafa alið upp Katrínu, systurdóttur Beatrice, nánast sem sína eigin. En með komu tveggja ólöglegra innflytjenda sem hjónin veita húsaskjól vella óþægilegar tilfinningar upp á yfirborðið. Miller taldi, og vildi sýna með þessu verki, að leikrit yrðu að innihalda heildræna túlkun á samfélaginu og manneskjunni í veröldinni. Þau gætu hvorki verið of sjálfhverf né táknræn. Hilmir Snær Guðnason gerir aðra atlögu að einu af höfuðhlutverkum Millers. Nú tekst hann á við hinn stolta Eddie sem berst á móti breytingum en neitar að horfast í augu við sitt eigið tilfinningarót. Hilmir leikur Eddie ágætlega en aldrei af ástríðu. Hann slær ekki frá sér fyrr en hann er gjörsamlega innikróaður en nær aldrei að brjótast í gegnum glerhjúpinn sem virðist umlykja leik hans. Lögfræðinginn hr. Alfieri leikur Arnar Jónsson en hans viðvera í verkinu verkar nánast líkt og kórarnir í forngrískum leikverkum: Hann bæði rammar inn söguna og tjáir sig um þróun mála. Arnar leikur af öryggi og er nánast eins manns kór. Harpa Arnardóttir leikur Beatrice af mikilli næmni en heldur sér þó aðeins of mikið til hlés. Málamiðlunin verður ofan á frekar en ástin. Katrínu leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir en hún er sakleysið og barnslega einlægnin uppmáluð. Raddbeiting Láru Jóhönnu er ekki nægilega góð en hún virðist anda línunum frá sér frekar en að segja þær. Snorri Engilbertsson leikur gleðigosann Rodolfo sem heillar Katrínu upp úr skónum og Stefán Hallur Stefánsson leikur Marco, eldri bróður Rodolfos. Hvorugur þróast með sýningunni heldur leika þeir nánast alltaf í sama taktinum en skila sínu. Þeir Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson og Baldur Trausti Hreinsson sinna minni, en þó mikilvægum, hlutverkum og ferst það þokkalega úr hendi. Fagurfræði virðist eiga allan hug Stefans Metz frekar en leikræn túlkun. Leikararnir virðast vera að leika táknmyndir frekar en raunverulegar manneskjur. Sýningin er leikin án hlés sem er vel til fundið en drifkraftinn vantar. Persónur tala hver til annarrar frekar en hver við aðra. Búningar Seans Mackaoui eru ekkert sérstaklega eftirminnilegir en leikmyndin er virkilega vel útfærð. Hringsviðið minnir á kvikmyndasett film noir kvikmyndanna þar sem bognir skuggar og ljóstírur takast á. Lýsing Ólafs Ágústs Sævarssonar er einnig einkar góð þar sem ljóskastararnir hreinlega elta persónurnar á röndum og fallegar línur eru dregnar í yfirþyrmandi myrkrið, sem verður reyndar stundum of dimmt. Elvar Geir Sævarsson sér ágætlega um bæði hljóðhönnun og hljóðmynd en dramatísku undirtónarnir verða stundum of melódramatískir. Við lestur á leikriti Arthurs Miller leiftra tilfinningarnar á hverri blaðsíðu þannig að þær nánast neista. Í þessari sýningu malla þær einungis undir yfirborðinu en ná aldrei suðupunkti. Ástríðan, tilfinningalega óreiðan og mannlegi harmleikurinn kemst þess vegna aldrei almennilega til skila. Niðurstaða: Vel hönnuð sýning sem verður aldrei nema ylvolg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október.
Leikhús Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira