Tónleikagestir sungu með Jónas Sen skrifar 4. október 2016 11:45 Lokaverkið á vel heppnuðum tónleikum Nordic Affect var eftir Georg Kára Hilmarsson. Fréttablaðið/Valli Tónlist Kammertónleikar Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 30. september Nordic Affect (Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðla; Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla; Hanna Loftsdóttir, selló/gamba; Guðrún Óskarsdóttir, semball) flutti verk eftir Mirjam Tally, Hildi Guðnadóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Úlf Hansson og Georg Kára Hilmarsson á Norrænum músíkdögum. Einnig var flutt verk eftir Höllu Steinunni. Tónleikar kammerhópsins Nordic Affect koma stöðugt á óvart. Það sem gerir tónleikana svo spennandi er rannsóknarvinnan sem liggur að baki dagskrá með eldri tónlist, og hversu vel valin nýrri músíkin er. Tónleikarnir á Norrænum músíkdögum voru engin undantekning. Þar voru fluttar nokkrar tónsmíðar, aðallega eftir innlend tónskáld. En inn á milli atriða heyrðist úr hátölurum hinn undarlegasti gerningur. Að því er virtist var það samhengislaust orðagjálfur ljóðabrota sem þó myndaði skemmtilegan hljóðheim. Þessi athyglisverða umgjörð tengdi hin ólíku tónverk, gerði úr þeim ánægjulega heild. Kannski var þetta Ginnungagapið, ringulreiðin sem öll tónlist kemur út úr! Gerningurinn kallaðist He(a)r og var eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda hópsins. Fyrsta formlega atriðið á efnisskránni var eftir Mirjam Tally og nefndist Warm Life at the Foot of the Iceberg. Allskonar skruðningar og rennerí eftir strengjunum kallaði fram í hugann sýn af skríðandi jökli, frjósandi og bráðnandi á víxl. Tónlistin var mjög afstrakt, en það var í henni sterkt andrúmsloft sem greip mann. Hún var fíngerð og nostursamlega ofin. Point of Departure eftir Hildi Guðnadóttur var allt öðruvísi. Hildur semur kvikmyndalega tónlist, og verkið nú var í slíkum anda. Það byggðist á einföldum stefjum og endurtekningu, sem þó var aldrei leiðigjörn. Þvert á móti myndaði endurtekningin leiðslukennda stemningu sem var rómantísk og hugljúf. Reflections eftir Önnu Þorvaldsdóttur var mun myrkari. Það byrjaði sem þykkur, fremur ómstríður ymur, en gliðnaði smám saman í frumeiningar sínar. Hljómurinn varð að nöktum stefbrotum sem voru óhugnanleg og afar áhrifamikil. Þýð eftir Úlf Hansson var þægilegri áheyrnar, enda tónlistin að mestu byggð á sparlegum formum. Hér voru tónleikagestir virkjaðir til að syngja, eða humma hljóm í kyrrstöðu sem var samansettur af þremur tónum. Hljómurinn skapaði sveimkenndan grunn, en yfir honum léku hljóðfæraleikararnir áleitnar hendingar sem voru fullar af skáldskap. Lokaverkið á tónleikunum var svo eftir Georg Kára Hilmarsson og var innblásturinn sóttur í frumspekilegar hugleiðingar um ljós og hljóð. Útkoman var íhugul, dálítið annarleg en ávallt full af fallegum blæbrigðum sem sköpuðu eftirminnileg hughrif. Flutningurinn á öllum verkunum var til fyrirmyndar. Samspilið var nákvæmt; hver einasta tónahending var markviss og tilfinningaþrungin. Það verður varla betra en þetta.Niðurstaða: Framúrskarandi tónleikar; skemmtileg dagskrá og mögnuð spilamennska. Vel hönnuð sýning sem verður aldrei nema ylvolg. Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 30. september Nordic Affect (Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðla; Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla; Hanna Loftsdóttir, selló/gamba; Guðrún Óskarsdóttir, semball) flutti verk eftir Mirjam Tally, Hildi Guðnadóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Úlf Hansson og Georg Kára Hilmarsson á Norrænum músíkdögum. Einnig var flutt verk eftir Höllu Steinunni. Tónleikar kammerhópsins Nordic Affect koma stöðugt á óvart. Það sem gerir tónleikana svo spennandi er rannsóknarvinnan sem liggur að baki dagskrá með eldri tónlist, og hversu vel valin nýrri músíkin er. Tónleikarnir á Norrænum músíkdögum voru engin undantekning. Þar voru fluttar nokkrar tónsmíðar, aðallega eftir innlend tónskáld. En inn á milli atriða heyrðist úr hátölurum hinn undarlegasti gerningur. Að því er virtist var það samhengislaust orðagjálfur ljóðabrota sem þó myndaði skemmtilegan hljóðheim. Þessi athyglisverða umgjörð tengdi hin ólíku tónverk, gerði úr þeim ánægjulega heild. Kannski var þetta Ginnungagapið, ringulreiðin sem öll tónlist kemur út úr! Gerningurinn kallaðist He(a)r og var eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda hópsins. Fyrsta formlega atriðið á efnisskránni var eftir Mirjam Tally og nefndist Warm Life at the Foot of the Iceberg. Allskonar skruðningar og rennerí eftir strengjunum kallaði fram í hugann sýn af skríðandi jökli, frjósandi og bráðnandi á víxl. Tónlistin var mjög afstrakt, en það var í henni sterkt andrúmsloft sem greip mann. Hún var fíngerð og nostursamlega ofin. Point of Departure eftir Hildi Guðnadóttur var allt öðruvísi. Hildur semur kvikmyndalega tónlist, og verkið nú var í slíkum anda. Það byggðist á einföldum stefjum og endurtekningu, sem þó var aldrei leiðigjörn. Þvert á móti myndaði endurtekningin leiðslukennda stemningu sem var rómantísk og hugljúf. Reflections eftir Önnu Þorvaldsdóttur var mun myrkari. Það byrjaði sem þykkur, fremur ómstríður ymur, en gliðnaði smám saman í frumeiningar sínar. Hljómurinn varð að nöktum stefbrotum sem voru óhugnanleg og afar áhrifamikil. Þýð eftir Úlf Hansson var þægilegri áheyrnar, enda tónlistin að mestu byggð á sparlegum formum. Hér voru tónleikagestir virkjaðir til að syngja, eða humma hljóm í kyrrstöðu sem var samansettur af þremur tónum. Hljómurinn skapaði sveimkenndan grunn, en yfir honum léku hljóðfæraleikararnir áleitnar hendingar sem voru fullar af skáldskap. Lokaverkið á tónleikunum var svo eftir Georg Kára Hilmarsson og var innblásturinn sóttur í frumspekilegar hugleiðingar um ljós og hljóð. Útkoman var íhugul, dálítið annarleg en ávallt full af fallegum blæbrigðum sem sköpuðu eftirminnileg hughrif. Flutningurinn á öllum verkunum var til fyrirmyndar. Samspilið var nákvæmt; hver einasta tónahending var markviss og tilfinningaþrungin. Það verður varla betra en þetta.Niðurstaða: Framúrskarandi tónleikar; skemmtileg dagskrá og mögnuð spilamennska. Vel hönnuð sýning sem verður aldrei nema ylvolg.
Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira