Hluthafar í Volkswagen vilja 1.055 milljarða í bætur Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 10:29 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent