Peugeot kynnir nýjan Dakar keppnisbíl Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 15:50 Reffilegur Dakar-bíll hjá Peugeot. Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent
Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent