Fjör án pásu síðustu 10 árin Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. október 2016 10:00 Krakkarnir í FM Belfast hafa gengið í gegnum margar mannabreytingar og spilað á ótal tónleikum á þessum 10 árum. Mynd/Álvaro Guzmán Þeir Árni Rúnar Hlöðversson og Örvar Þóreyjarson Smárason settust niður í spjall með Fréttablaðinu og sögðu frá fæðingu hljómsveitarinnar og öllum tónleikunum í útlöndum sem eru nú orðnir mörg hundruð talsins en sveitin hefur líklega spilað á hverju einasta festivali í Evrópu. Það eru líka fáar hljómsveitir, nema kannski Múm, sem hafa verið með jafn marga meðlimi í gegnum árin og FM Belfast. Um fjörutíu manns hafa spilað á kúabjöllu með þeim en um 15 manns hafa spilað með sveitinni eitthvað að ráði auk dansara.Það er ekkert partý eins og FM Belfast partý.Barnalegt fjör Árni „Staðreyndir: ég og Lóa byrjuðum á því að gera nokkur lög og svo einn daginn hittum við Egil [Tómasson], sem var þá að vinna fyrir Iceland Airwaves, og er enn að vinna fyrir Iceland Airwaves, og hann hafði heyrt einhver lög og sagði „viljiði ekki spila á Airwaves?“ og ég sagði bara „já“ og hugsaði það ekki mikið lengra. Nema svo fór að líða að því, og við bæði tiltölulega óörugg á sviði og í að koma fram?… og í rauninni var þetta bara það hræðilegasta sem ég hafði gert – að segja já við þessu. Þá fórum við bara í að finna vini okkar sem væru bestir í að koma fram.“ „Athyglissjúkustu mennirnir,“ bætir Örvar við hlæjandi. Árni: „Það voru Örvar og Árni Vil sem urðu fyrir valinu. Við tókum frekar stífar æfingar með möppu af lögum eins og við værum cover-lagasveit.“ Örvar: „Við vorum svolítið að reyna að finna sándið“ Árni: „Og við höfðum eiginlega ekki hugmynd um það til að byrja með – við erum bara að fara að spila og fólk er bara að fara að hlusta. Við vorum ekki enn þá komin með þessa hugmynd að fólk væri að fara að dansa eða að það myndi dansa smá en ekki að þetta væri beint danstónlist.“ Örvar: „Við vorum jafnvel að hugsa um að hafa þetta leikþátt sem við gætum falið okkur bak við.“ Árni: „Lóa var með ýmsar hugmyndir um sviðsetninguna – skemmtilegar og óhefðbundnar hugmyndir sem hafa reyndar aldrei orðið að veruleika. Við spiluðum síðan fyrsta showið okkar á Pravda … sem brann svo stuttu síðar.“ Örvar: „Þar fór fólk að dansa, það kom okkur pínu á óvart.“ Árni: „Það var þá sem við áttuðum okkur á því að þetta virkaði og að við réðum alveg við þetta. Síðan héldum við fullt af tónleikum eftir það en það var kannski ekkert dansað brjálæðislega mikið þar, alveg fyrstu tónleikarnir voru svolítið stuð en síðan ekkert svo mikið eftir það enda vorum við sjálf ekkert alveg örugg með hvað við vorum að gera fyrr en við byrjuðum að spila fyrir erlendra nemendur?...“ Örvar: „Skiptinema?...“ Árni „Já, eitthvert félag erlendra stúdenta. Þau bara dönsuðu allan tímann. Þá föttuðum að „já, þetta er það sem við þurfum að gera.“ Við nutum þess líka að vera með Árna Vil sem er ákveðinn galdramaður á sviði, hann gat einhvern veginn á voðalega vinalegan hátt skipað fólki að dansa þannig að því leið eins og það hefði fengið hugmyndina sjálft. Við héldum fyrst að þetta væri svona klúbbahljómsveit. Síðan fórum við á risafestivöl og þetta virkaði líka þar og við urðum eiginlega voðalega hissa. Það þarf kannski örlítið skýrari skilaboð til fólks á festivölum, stærri hreyfingar – stinga upp á mjög ákveðið hvað það eigi að gera. Við áttum erfiðast með Frakka – þeir voru ekki alveg vissir um hvort að við værum alveg nógu kúl til að dansa við. Síðan brotnuðu þeir á endanum.“ Örvar: „Þetta snýst rosalega mikið um að fólk sleppi öllu kúli – því að þetta er í raun og veru rosalega lúðalegt show; allir hoppandi og svona.“ Árni: „Þetta er svolítið barnalegt, að standa og hoppa öll saman, beygja sig niður og hoppa upp.“FM Belfast liðar eru orðnir ansi kunnugir hinum ýmsu flugvöllum heimsins.Mynd/FM BelfastFestivöl, flugvellir og týndur farangur Árni: „Við höfum ekki tekið neina raunverulega pásu í þessi 10 ár – það var kannski þarna hálft ár þar sem allir eignuðust barn á sama tíma.“ Örvar: „Á sumrin t.d. erum við að spila alveg aðra hvora helgi á stórum festivölum. Í Þýskalandi til dæmis, fólk myndi ekki trúa því hvað það eru mörg festivöl í Þýskalandi. Nánast um hverja helgi er risastórt festival einhvers staðar í Þýskalandi.“ Árni: „Á Íslandi er hugsunin öll einhvern veginn út frá Hróarskeldu. En í þýskalandi eru alveg nokkrar Hróarskeldur – Þýskalandsmarkaðurinn er svolítið fyrir þjóðverjana. Rock am Ring og Rock im Park til dæmis, það eru svona systrafestivöl. Það er svolítið fyndið að spila þar því að þetta eru svona rokkfestivöl?…“ Örvar: „Motörhead…“ Árni: „Já, og svo var Marilyn Manson einu sinni að spila á sama tíma og við. The Prodigy voru einu sinni að spila beint á móti okkur – bara á sviði beint á móti okkur og við vorum svona að berjast við þá.“ Örvar: „Já, það var á Rock am Ring – það er á Formúlu 1 brautinni Nürburgring, þá spiluðum við á sjálfri brautinni.“ Árni: „Okkur gengur rosalega vel á þessum þýskumælandi svæðum, við spilum mikið á festivölum þar.“ Örvar: „Ég held að stærsta „krád“ sem við höfum spilað fyrir hafi verið í Frakklandi, man ekki nafnið á festivalinu – það var alveg þvílíkt mannhaf þar, en það sem hafði gerst var að við vorum nýkomin úr flugi og allar töskurnar höfðu týnst – við vorum ekki með neitt með okkur nema handfarangur. Við spiluðum alltaf í ákveðnum búningi sem varð eftir, ég var ekki með nein föt – við enduðum með að föndra búning; klippa festivalboli og föndra slaufur.“ Árni: „Við vorum með græjur sem voru svona rétt svo nóg til að halda tónleikana – mjög erfitt samt. Við erum mjög góð að láta týna farangrinum okkar, það eru komin 24 skipti núna. Þú getur rétt ímyndað þér fjölda flugferða hjá okkur út frá þeim tölum. Fróði, sonur okkar [Lóu], hefur farið í einhver fimmtíu og tvö flug og megnið af þeim er fyrir tveggja ára aldurinn.“ Örvar: „Við erum rosalega mikið á flugvöllum“Þannig að það vinnst ekki mikill tími til að semja tónlist? Árni: „Við verðum svolítið að finna þann tíma. Það þarf að detta í stuð til að gera það – það er kannski erfitt að gera það á tveimur vikum á milli tónleika. Það gerist kannski frekar eftir svona mánuð í rútínu. Þannig að það getur verið erfitt að finna tímann.“ Örvar: „Það þarf svolitla orkujöfnun.“ „Þegar maður kemur heim er maður í smá stund að finna jafnvægið – hvernig lifi ég lífinu, ég man það ekki,“ segir Árni hlæjandi að lokum. Nýjasta afurð FM Belfast, lagið You're so pretty má hlusta á og kaupa á einungis einn dollara á heimasíðu og Bandcamp síðu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þeir Árni Rúnar Hlöðversson og Örvar Þóreyjarson Smárason settust niður í spjall með Fréttablaðinu og sögðu frá fæðingu hljómsveitarinnar og öllum tónleikunum í útlöndum sem eru nú orðnir mörg hundruð talsins en sveitin hefur líklega spilað á hverju einasta festivali í Evrópu. Það eru líka fáar hljómsveitir, nema kannski Múm, sem hafa verið með jafn marga meðlimi í gegnum árin og FM Belfast. Um fjörutíu manns hafa spilað á kúabjöllu með þeim en um 15 manns hafa spilað með sveitinni eitthvað að ráði auk dansara.Það er ekkert partý eins og FM Belfast partý.Barnalegt fjör Árni „Staðreyndir: ég og Lóa byrjuðum á því að gera nokkur lög og svo einn daginn hittum við Egil [Tómasson], sem var þá að vinna fyrir Iceland Airwaves, og er enn að vinna fyrir Iceland Airwaves, og hann hafði heyrt einhver lög og sagði „viljiði ekki spila á Airwaves?“ og ég sagði bara „já“ og hugsaði það ekki mikið lengra. Nema svo fór að líða að því, og við bæði tiltölulega óörugg á sviði og í að koma fram?… og í rauninni var þetta bara það hræðilegasta sem ég hafði gert – að segja já við þessu. Þá fórum við bara í að finna vini okkar sem væru bestir í að koma fram.“ „Athyglissjúkustu mennirnir,“ bætir Örvar við hlæjandi. Árni: „Það voru Örvar og Árni Vil sem urðu fyrir valinu. Við tókum frekar stífar æfingar með möppu af lögum eins og við værum cover-lagasveit.“ Örvar: „Við vorum svolítið að reyna að finna sándið“ Árni: „Og við höfðum eiginlega ekki hugmynd um það til að byrja með – við erum bara að fara að spila og fólk er bara að fara að hlusta. Við vorum ekki enn þá komin með þessa hugmynd að fólk væri að fara að dansa eða að það myndi dansa smá en ekki að þetta væri beint danstónlist.“ Örvar: „Við vorum jafnvel að hugsa um að hafa þetta leikþátt sem við gætum falið okkur bak við.“ Árni: „Lóa var með ýmsar hugmyndir um sviðsetninguna – skemmtilegar og óhefðbundnar hugmyndir sem hafa reyndar aldrei orðið að veruleika. Við spiluðum síðan fyrsta showið okkar á Pravda … sem brann svo stuttu síðar.“ Örvar: „Þar fór fólk að dansa, það kom okkur pínu á óvart.“ Árni: „Það var þá sem við áttuðum okkur á því að þetta virkaði og að við réðum alveg við þetta. Síðan héldum við fullt af tónleikum eftir það en það var kannski ekkert dansað brjálæðislega mikið þar, alveg fyrstu tónleikarnir voru svolítið stuð en síðan ekkert svo mikið eftir það enda vorum við sjálf ekkert alveg örugg með hvað við vorum að gera fyrr en við byrjuðum að spila fyrir erlendra nemendur?...“ Örvar: „Skiptinema?...“ Árni „Já, eitthvert félag erlendra stúdenta. Þau bara dönsuðu allan tímann. Þá föttuðum að „já, þetta er það sem við þurfum að gera.“ Við nutum þess líka að vera með Árna Vil sem er ákveðinn galdramaður á sviði, hann gat einhvern veginn á voðalega vinalegan hátt skipað fólki að dansa þannig að því leið eins og það hefði fengið hugmyndina sjálft. Við héldum fyrst að þetta væri svona klúbbahljómsveit. Síðan fórum við á risafestivöl og þetta virkaði líka þar og við urðum eiginlega voðalega hissa. Það þarf kannski örlítið skýrari skilaboð til fólks á festivölum, stærri hreyfingar – stinga upp á mjög ákveðið hvað það eigi að gera. Við áttum erfiðast með Frakka – þeir voru ekki alveg vissir um hvort að við værum alveg nógu kúl til að dansa við. Síðan brotnuðu þeir á endanum.“ Örvar: „Þetta snýst rosalega mikið um að fólk sleppi öllu kúli – því að þetta er í raun og veru rosalega lúðalegt show; allir hoppandi og svona.“ Árni: „Þetta er svolítið barnalegt, að standa og hoppa öll saman, beygja sig niður og hoppa upp.“FM Belfast liðar eru orðnir ansi kunnugir hinum ýmsu flugvöllum heimsins.Mynd/FM BelfastFestivöl, flugvellir og týndur farangur Árni: „Við höfum ekki tekið neina raunverulega pásu í þessi 10 ár – það var kannski þarna hálft ár þar sem allir eignuðust barn á sama tíma.“ Örvar: „Á sumrin t.d. erum við að spila alveg aðra hvora helgi á stórum festivölum. Í Þýskalandi til dæmis, fólk myndi ekki trúa því hvað það eru mörg festivöl í Þýskalandi. Nánast um hverja helgi er risastórt festival einhvers staðar í Þýskalandi.“ Árni: „Á Íslandi er hugsunin öll einhvern veginn út frá Hróarskeldu. En í þýskalandi eru alveg nokkrar Hróarskeldur – Þýskalandsmarkaðurinn er svolítið fyrir þjóðverjana. Rock am Ring og Rock im Park til dæmis, það eru svona systrafestivöl. Það er svolítið fyndið að spila þar því að þetta eru svona rokkfestivöl?…“ Örvar: „Motörhead…“ Árni: „Já, og svo var Marilyn Manson einu sinni að spila á sama tíma og við. The Prodigy voru einu sinni að spila beint á móti okkur – bara á sviði beint á móti okkur og við vorum svona að berjast við þá.“ Örvar: „Já, það var á Rock am Ring – það er á Formúlu 1 brautinni Nürburgring, þá spiluðum við á sjálfri brautinni.“ Árni: „Okkur gengur rosalega vel á þessum þýskumælandi svæðum, við spilum mikið á festivölum þar.“ Örvar: „Ég held að stærsta „krád“ sem við höfum spilað fyrir hafi verið í Frakklandi, man ekki nafnið á festivalinu – það var alveg þvílíkt mannhaf þar, en það sem hafði gerst var að við vorum nýkomin úr flugi og allar töskurnar höfðu týnst – við vorum ekki með neitt með okkur nema handfarangur. Við spiluðum alltaf í ákveðnum búningi sem varð eftir, ég var ekki með nein föt – við enduðum með að föndra búning; klippa festivalboli og föndra slaufur.“ Árni: „Við vorum með græjur sem voru svona rétt svo nóg til að halda tónleikana – mjög erfitt samt. Við erum mjög góð að láta týna farangrinum okkar, það eru komin 24 skipti núna. Þú getur rétt ímyndað þér fjölda flugferða hjá okkur út frá þeim tölum. Fróði, sonur okkar [Lóu], hefur farið í einhver fimmtíu og tvö flug og megnið af þeim er fyrir tveggja ára aldurinn.“ Örvar: „Við erum rosalega mikið á flugvöllum“Þannig að það vinnst ekki mikill tími til að semja tónlist? Árni: „Við verðum svolítið að finna þann tíma. Það þarf að detta í stuð til að gera það – það er kannski erfitt að gera það á tveimur vikum á milli tónleika. Það gerist kannski frekar eftir svona mánuð í rútínu. Þannig að það getur verið erfitt að finna tímann.“ Örvar: „Það þarf svolitla orkujöfnun.“ „Þegar maður kemur heim er maður í smá stund að finna jafnvægið – hvernig lifi ég lífinu, ég man það ekki,“ segir Árni hlæjandi að lokum. Nýjasta afurð FM Belfast, lagið You're so pretty má hlusta á og kaupa á einungis einn dollara á heimasíðu og Bandcamp síðu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira