Mögnuð tilþrif íslenskra torfærukappa í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 11:35 Dagana 30. september til 2. október kepptu íslenskir torfærukappar í akstursgarðinum Bikini Bottom í Tennessee ríki. Fjöldi Íslendinga fór til Tennessee vegna þessa viðburðar, eða hátt í 300 manns. Var þetta í fyrsta skipti sem keppt er á íslenskum torfærubílum í Bandaríkjunum. Alls fór 17 bílar héðan frá Íslandi og á þessum myndum að dæma heilluðu ökumenn þeirra áhorfendur í Tennesse sem fögnuðu þeim ákaft. Þessi tilþrif sem íslensku ökumennirnir sýndu þarna eru okkur Íslendingum afar kunn, en ljóst má vera að hinir bandarísku áhorfendur hafa aldrei séð annað eins. Bandarískir bílar kepptu einnig við okkar menn og máttu sín lítils ef marka má tilþrif þeirra hér í samanburði við Íslendingana. Skipuleggjandi þessa viðburðar héðan frá Íslandi var Guðbjörn Grímsson og sagði hann þetta 30 ára gamlan draum að verða að veruleika. Ef til vill er þessi keppni í Tennessee bara undanfari þess sem koma skal, að íslenskir torfærukappar haldi áfram að skemmta bandarískum áhorfendum og kenna ökumönnum annarra þjóða hvernig á að aka torfærubílum, sem og smíða þá. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent
Dagana 30. september til 2. október kepptu íslenskir torfærukappar í akstursgarðinum Bikini Bottom í Tennessee ríki. Fjöldi Íslendinga fór til Tennessee vegna þessa viðburðar, eða hátt í 300 manns. Var þetta í fyrsta skipti sem keppt er á íslenskum torfærubílum í Bandaríkjunum. Alls fór 17 bílar héðan frá Íslandi og á þessum myndum að dæma heilluðu ökumenn þeirra áhorfendur í Tennesse sem fögnuðu þeim ákaft. Þessi tilþrif sem íslensku ökumennirnir sýndu þarna eru okkur Íslendingum afar kunn, en ljóst má vera að hinir bandarísku áhorfendur hafa aldrei séð annað eins. Bandarískir bílar kepptu einnig við okkar menn og máttu sín lítils ef marka má tilþrif þeirra hér í samanburði við Íslendingana. Skipuleggjandi þessa viðburðar héðan frá Íslandi var Guðbjörn Grímsson og sagði hann þetta 30 ára gamlan draum að verða að veruleika. Ef til vill er þessi keppni í Tennessee bara undanfari þess sem koma skal, að íslenskir torfærukappar haldi áfram að skemmta bandarískum áhorfendum og kenna ökumönnum annarra þjóða hvernig á að aka torfærubílum, sem og smíða þá. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent