Sárin skúrast aldrei í burtu Sigríður Jónsdóttir skrifar 20. september 2016 14:00 Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir standa sig vel í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir, í Tjarnarbíói. Leikhús Sóley Rós ræstitæknir Kvenfélagið Garpur Tjarnarbíó Handrit: María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikstjórn: María Reyndal Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson Video: Alain Giraud Búningar: Margrét Einarsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Úlfur Eldjárn Sóley Rós hefur sögu að segja. Þessi saga er einstök, átakanleg og hennar. Vettvangur hennar er Tjarnarbíó og verkið sem rammar inn frásögn hennar, undir nafni og starfstitli, var frumsýnt síðastliðna viku. Það er leikhópurinn Kvenfélagið Garpur sem stendur fyrir sýningunni en hann hefur birtingarmyndir kvenna á sviði og jafnframt í heiminum að leiðarljósi. Leikverkið er nýtt og brýn áminning um mikilvægi íslenskrar leikritunar, þá möguleika sem felast í frumsköpun leikhandrita og hvaða möguleika sjálfstæða sviðslistasenan hefur að geyma. Kvenlíkamar eru pólitískir, hið persónulega líka. Fræðafólk tuttugustu aldarinnar endurskipulagði og endurskoðaði sögur kvenna til að sýna fram á raunverulegt framlag þeirra til samfélagsins, sem oftar en ekki var falið innan veggja heimilisins. Konur taka til sín vald og búa sér til stærra pláss í heiminum með því að segja sögur sínar, sögur sem samfélagið hefur metið annaðhvort óverðmætar eða léttvægar. Þöggunin birtist á marga vegu, svo sem innan stofnana, í orðræðu fjölmiðla og persónulegum samskiptum. Af þessum sökum er sýningin rammpólitísk en tekst að sama skapi að vera bráðskemmtileg og áhrifamikil. María Reyndal, sem einnig leikstýrir, og Sólveig Guðmundsdóttir, sem leikur Sóleyju Rós, standa fyrir handritinu en það er unnið nánast orðrétt upp úr viðtölum við hina einu sönnu Sóleyju. Þær ganga til verks á skýran hátt og passa ávallt að leyfa sögu þeirra Sóleyjar og Halla, sambýlismanns hennar, að vera miðpunkturinn. Um leið og áhorfendur telja sig hafa náð taumhaldi á framvindunni snúa þær verkinu á hvolf og sýningin umbreytist. Átakapunktar sýningarinnar, eins og áður segir, snúast um tilvist, reynslu og raunir Sóleyjar Rósar og Sólveig sýnir hér hvers hún er virkilega megnug sem leikkona. Þessi hispurslausa kona hikar ekki við að deila skoðunum sínum og setur börnin sín ávallt í fyrsta sætið. Nálgun Sólveigar er laus við prjál en opnar fyrir allar tilfinningalegar flóðgáttir þegar harmleikurinn knýr dyra þannig að nánast óbærilegt verður á að horfa. Henni til halds og trausts er Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki Halla, sambýlismannsins hennar. Sveinn leysir hlutverk sitt vel af hendi og er eftirminnilegastur þegar hann dregur úr húmornum og sýnir sársauka manns sem getur ekki fundið réttu orðin til að lýsa sorg sinni. Sóley Rós talar við áhorfendur, ekki til þeirra, hún messar ekki heldur deilir reynslu sinni. Afslöppuð en manneskjuleg afstaða þeirra Sóleyjar og Halla skapar afslappað andrúmsloft sem gerir harmleik þeirra enn þá átakanlegri. Þarna tekst Maríu vel upp en hún gefur karakterum verksins pláss til að deila sögu sinni með tempraðri leikstjórn. Umgjörðin er látlaus, líkt og leikstjórnin, en vel heppnuð enda í góðum höndum Egils Ingibergssonar sem sér bæði um leikmynd og lýsingu. Svipaða sögu má segja um búninga Margrétar Einarsdóttur en aftur á móti fékk ágætis myndbandsvinna Alains Giraud ekki að njóta sín nægilega vel. Um tónlist og hljóðmynd sér Úlfur Eldjárn en handbragð hans á hljóðmyndinni var virkilega vel útfært. Sóley Rós ræstitæknir hefur sögu að segja. Þessi saga er einstök, átakanleg og hennar. En á sama tíma er reynslusaga hennar og Halla áþekk fjölmörgum sögum sem við höfum heyrt áður, eins konar allegóría fyrir upplifun fjölmargra kvenna, foreldra og einstaklinga í íslensku samfélagi. Nú er lag að hvetja áhorfendur til að sýna sjálfstæðu sviðslistasenunni stuðning, Sóley Rós ræstitæknir á það fyllilega skilið.Niðurstaða: Umbúðalaus en áhrifarík sýning. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. september 2016. Leikhús Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Sóley Rós ræstitæknir Kvenfélagið Garpur Tjarnarbíó Handrit: María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikstjórn: María Reyndal Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson Video: Alain Giraud Búningar: Margrét Einarsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Úlfur Eldjárn Sóley Rós hefur sögu að segja. Þessi saga er einstök, átakanleg og hennar. Vettvangur hennar er Tjarnarbíó og verkið sem rammar inn frásögn hennar, undir nafni og starfstitli, var frumsýnt síðastliðna viku. Það er leikhópurinn Kvenfélagið Garpur sem stendur fyrir sýningunni en hann hefur birtingarmyndir kvenna á sviði og jafnframt í heiminum að leiðarljósi. Leikverkið er nýtt og brýn áminning um mikilvægi íslenskrar leikritunar, þá möguleika sem felast í frumsköpun leikhandrita og hvaða möguleika sjálfstæða sviðslistasenan hefur að geyma. Kvenlíkamar eru pólitískir, hið persónulega líka. Fræðafólk tuttugustu aldarinnar endurskipulagði og endurskoðaði sögur kvenna til að sýna fram á raunverulegt framlag þeirra til samfélagsins, sem oftar en ekki var falið innan veggja heimilisins. Konur taka til sín vald og búa sér til stærra pláss í heiminum með því að segja sögur sínar, sögur sem samfélagið hefur metið annaðhvort óverðmætar eða léttvægar. Þöggunin birtist á marga vegu, svo sem innan stofnana, í orðræðu fjölmiðla og persónulegum samskiptum. Af þessum sökum er sýningin rammpólitísk en tekst að sama skapi að vera bráðskemmtileg og áhrifamikil. María Reyndal, sem einnig leikstýrir, og Sólveig Guðmundsdóttir, sem leikur Sóleyju Rós, standa fyrir handritinu en það er unnið nánast orðrétt upp úr viðtölum við hina einu sönnu Sóleyju. Þær ganga til verks á skýran hátt og passa ávallt að leyfa sögu þeirra Sóleyjar og Halla, sambýlismanns hennar, að vera miðpunkturinn. Um leið og áhorfendur telja sig hafa náð taumhaldi á framvindunni snúa þær verkinu á hvolf og sýningin umbreytist. Átakapunktar sýningarinnar, eins og áður segir, snúast um tilvist, reynslu og raunir Sóleyjar Rósar og Sólveig sýnir hér hvers hún er virkilega megnug sem leikkona. Þessi hispurslausa kona hikar ekki við að deila skoðunum sínum og setur börnin sín ávallt í fyrsta sætið. Nálgun Sólveigar er laus við prjál en opnar fyrir allar tilfinningalegar flóðgáttir þegar harmleikurinn knýr dyra þannig að nánast óbærilegt verður á að horfa. Henni til halds og trausts er Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki Halla, sambýlismannsins hennar. Sveinn leysir hlutverk sitt vel af hendi og er eftirminnilegastur þegar hann dregur úr húmornum og sýnir sársauka manns sem getur ekki fundið réttu orðin til að lýsa sorg sinni. Sóley Rós talar við áhorfendur, ekki til þeirra, hún messar ekki heldur deilir reynslu sinni. Afslöppuð en manneskjuleg afstaða þeirra Sóleyjar og Halla skapar afslappað andrúmsloft sem gerir harmleik þeirra enn þá átakanlegri. Þarna tekst Maríu vel upp en hún gefur karakterum verksins pláss til að deila sögu sinni með tempraðri leikstjórn. Umgjörðin er látlaus, líkt og leikstjórnin, en vel heppnuð enda í góðum höndum Egils Ingibergssonar sem sér bæði um leikmynd og lýsingu. Svipaða sögu má segja um búninga Margrétar Einarsdóttur en aftur á móti fékk ágætis myndbandsvinna Alains Giraud ekki að njóta sín nægilega vel. Um tónlist og hljóðmynd sér Úlfur Eldjárn en handbragð hans á hljóðmyndinni var virkilega vel útfært. Sóley Rós ræstitæknir hefur sögu að segja. Þessi saga er einstök, átakanleg og hennar. En á sama tíma er reynslusaga hennar og Halla áþekk fjölmörgum sögum sem við höfum heyrt áður, eins konar allegóría fyrir upplifun fjölmargra kvenna, foreldra og einstaklinga í íslensku samfélagi. Nú er lag að hvetja áhorfendur til að sýna sjálfstæðu sviðslistasenunni stuðning, Sóley Rós ræstitæknir á það fyllilega skilið.Niðurstaða: Umbúðalaus en áhrifarík sýning. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. september 2016.
Leikhús Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira