Apple í viðræðum um kaup á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 15:13 McLaren P1 ofurbíllinn. Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent
Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent