Apple í viðræðum um kaup á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 15:13 McLaren P1 ofurbíllinn. Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent
Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent