Formula E til New York Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 09:40 Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent