Hvernig sleppur maður ómeiddur úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 14:59 Næmt auga dugar ekki til að finna út hvaða bílgerð hér er um að ræða. Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent