Tónlist

Glænýtt myndband frá We are Z

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð frumlegt og skemmtilegt myndband.
Nokkuð frumlegt og skemmtilegt myndband. vísir
„Ég og Anni fórum í Art recidency í vor sem heitir Wonder og er staðsett í París. Þar stofnuðum við video/list samstarfið Herpes, en við höfum verið að gera tónlistarmyndbönd saman í nokkur ár,“ segir Sunneva Ása Weisshappel sem gaf út nýtt tónlistarmyndband við lagið GOLDIGAZ með sveitinni We are Z. 

Hún vinnur lagið og myndbandið með þeim Anni Ólafsdóttur og Gabriel Gazes. Herpes gefur út myndbandið en lagið er eftir Gazes sem er söngvarinn í sveitinni We are Z.

„Ég kynntist Gabriel Gazes við uppsetningu á Mutter Courage í þjóðleikhúsinu í Wiesbaden í janúar þar sem hann sá um tónlist í verkinu og ég um búninga. Í kjölfarið ákváðum við Anni að vinna með hljómsveitinni hans We are Z að myndbandi. Við tókum myndbandið Goldigaz upp París og fórum svo í kjölfarið til Barcelona þar sem við klipptum myndbandið.“

Hér að neðan má sjá myndbandið skemmtilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×