Adventure Camp Skoda á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 15:00 WeLoveCycling.com er nettímarit frá ŠKODA sem fjallar um allt það sem snýr að hjólreiðum. Í ár stóð tímaritið í annað sinn fyrir skemmtilegri samkeppni, Adventure Camp 2016, þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að vinna fjögurra daga hjólaferð á erlendri grundu. Í fyrra var ferðinni haldið til Lago di Garda á Ítalíu en í ár var komið að ævintýraferð á Íslands. Til þess að komast í pottinn þurftu þáttakendur að birta hjólamynd af sér á heimasíðunni í ævintýralegu umhverfi ásamt ástæðu þess að þeir ættu að verða fyrir valinu. Þegar búið var að meta myndirnar voru þrír hjólaóðir þátttakendur dregnir út, þau Slawomir Bednarski frá Póllandi, Armand Lurea frá Frakklandi og Halla frá Íslandi sem hjólaði í skarðið fyrir spænska sigurvegarinn sem forfallaðist. Sigurvegararnir ferðuðust ásamt föruneyti til Íslands í ágúst. HEKLA lánaði bíl til ferðarinnar og varð Skoda Octavia Scout fyrir valinu. Það kom hópnum á óvart hversu vel hann stóð sig á hrjúfu undirlaginu. Þau segja hann hafa farið létt með að fara yfir minni ár og erfið svæði. Og þar var af nógu að taka því þremenningarnir fengu að ferðast vítt og breitt um landið. Þau brunuðu niður hlíðar eldfalla, nutu náttúrunnar í Landmannalaugum og sýndu snilldar hjólatakta í harðgerðri náttúrunni á hálandinu. Íslenskt tökulið fylgdi ævintýrum þeirra eftir og auk yndislegra minninga lifir ferðin áfram í stórkostlegu myndbandi sem sýnir hápunkta þessarar fjögurra daga ævintýraferðar. Slawomir frá Póllandi er varla kominn niður á jörðina eftir ferðina sem hann segir þá bestu sem hann hefur upplifað. Hann hefur stundað hjólreiðar í átta ár og segist aldrei hafa hjólað í jafn skemmtilegum aðstæðum þó svo að þær hafi verið mjög krefjandi á stundum. Það erfiðasta segir hann hafi verið að hjóla niður stórgrýtt eldfjöll og en það sem stóð upp úr var fagurt útsýnið, andrúmsloftið og fólkið á Íslandi. „Ferðin var mikið betri en ég bjóst við. Þetta var frábært,“ segir Slawomir. Bílar video Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent
WeLoveCycling.com er nettímarit frá ŠKODA sem fjallar um allt það sem snýr að hjólreiðum. Í ár stóð tímaritið í annað sinn fyrir skemmtilegri samkeppni, Adventure Camp 2016, þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að vinna fjögurra daga hjólaferð á erlendri grundu. Í fyrra var ferðinni haldið til Lago di Garda á Ítalíu en í ár var komið að ævintýraferð á Íslands. Til þess að komast í pottinn þurftu þáttakendur að birta hjólamynd af sér á heimasíðunni í ævintýralegu umhverfi ásamt ástæðu þess að þeir ættu að verða fyrir valinu. Þegar búið var að meta myndirnar voru þrír hjólaóðir þátttakendur dregnir út, þau Slawomir Bednarski frá Póllandi, Armand Lurea frá Frakklandi og Halla frá Íslandi sem hjólaði í skarðið fyrir spænska sigurvegarinn sem forfallaðist. Sigurvegararnir ferðuðust ásamt föruneyti til Íslands í ágúst. HEKLA lánaði bíl til ferðarinnar og varð Skoda Octavia Scout fyrir valinu. Það kom hópnum á óvart hversu vel hann stóð sig á hrjúfu undirlaginu. Þau segja hann hafa farið létt með að fara yfir minni ár og erfið svæði. Og þar var af nógu að taka því þremenningarnir fengu að ferðast vítt og breitt um landið. Þau brunuðu niður hlíðar eldfalla, nutu náttúrunnar í Landmannalaugum og sýndu snilldar hjólatakta í harðgerðri náttúrunni á hálandinu. Íslenskt tökulið fylgdi ævintýrum þeirra eftir og auk yndislegra minninga lifir ferðin áfram í stórkostlegu myndbandi sem sýnir hápunkta þessarar fjögurra daga ævintýraferðar. Slawomir frá Póllandi er varla kominn niður á jörðina eftir ferðina sem hann segir þá bestu sem hann hefur upplifað. Hann hefur stundað hjólreiðar í átta ár og segist aldrei hafa hjólað í jafn skemmtilegum aðstæðum þó svo að þær hafi verið mjög krefjandi á stundum. Það erfiðasta segir hann hafi verið að hjóla niður stórgrýtt eldfjöll og en það sem stóð upp úr var fagurt útsýnið, andrúmsloftið og fólkið á Íslandi. „Ferðin var mikið betri en ég bjóst við. Þetta var frábært,“ segir Slawomir.
Bílar video Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent