Joss Stone: Hefur alltaf langað að koma til Íslands Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. september 2016 10:00 Á tónleikunum í Hörpu 30. október mun Joss Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli. Mynd/Getty. Mynd/Getty Söngkonan Joss Stone er væntanleg til Íslands í október, þar sem hún mun koma fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Söngkonan á langan feril að baki en hún hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun og tvenn BRIT-verðlaun á ferli sínum. Aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. „Þetta gerðist allt mjög hratt, ég tók þátt í hæfileikakeppni á sjónvarpsstöðinni BBC þegar ég var þrettán ára gömul. Umboðsmaðurinn minn hafði samband við mig stuttu eftir þetta kvöld og það var þá sem ég fór að vinna að minni fyrstu plötu,“ segir Joss Stone í viðtali við Fréttablaðið. Nýjasta plata hennar, Water for Your Soul, kom út 2015 og sýnir vel hvernig unglingsstúlkan með undraröddina hefur blómstrað og þroskast sem listamaður „Ég er mikið fyrir sálartónlist, og tónlist sem kallar fram tilfinningar, platan er frekar frábrugðin því sem ég hef verið að gera, hún inniheldur reggí, sem ég elska. Reggí gerir fólk hamingjusamt og fær fólk til þess að líða vel og frjálst,“ segir hún í léttum tóni. Á löngum og farsælum tónlistarferli sínum hefur Joss komið fram með fjölmörgum goðsögnum úr tónlistarheiminum, svo sem Rod Stewart, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Lauryn Hill, LeAnn Rimes, Ricky Martin og Robbie Williams. Joss segir að það hafi verið gott að fá tækifæri til þess að vinna með fólki sem hún ber virðingu fyrir og lítur upp til í faginu „Það er erfitt að segja hverjum var best að vinna með, þau eru öll mjög ólík og ég vann með þeim á ólíkum tímum í lífinu, en það var frábært að vinna með þeim, það skiptir ekki máli hvort þau eru heimsfrægir tónlistarmenn, heldur snýst þetta um hvernig það er að skapa tónlist með góðu fólki og öllum í kring um þig, það eru allir partur af sköpuninni.“Joss Stone hefur selt yfir tólf milljónir platna á heimsvísu.Mynd/GettySem stendur er Joss á tónleikaferðalagi þar sem stendur til að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ segir hún glöð. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem Joss Stone heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir landi og þjóð. Hún mun aðeins dvelja hér í fáeina daga en vonar að það dugi til þess að skoða sig um. „Ég verð að muna eftir því að ég er í vinnunni en markmið mitt er að búa til tónlist með einhverjum frá Íslandi, ég mun þó vonandi koma aftur til Íslands seinna, þegar ég er ekki að vinna, og skoða mig um.“ Hvað mega gestir Hörpu eiga vona á að heyra þegar þú kemur til landsins, verður lagið „You Had Me“ á lagalistanum, en það lag sló rækilega í gegn á útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma? „Ég kem fram ásamt stórri hljómsveit og aðalmálið er að hafa gaman með gestum tónleikanna. Venjulega tek ég ekki þetta tiltekna lag, en ætli ég geri það ekki núna fyrst ég veit að fólk fílaði það,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún muni líka syngja lög af nýju plötunni sinni í bland við gamalt og gott efni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonan Joss Stone er væntanleg til Íslands í október, þar sem hún mun koma fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Söngkonan á langan feril að baki en hún hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun og tvenn BRIT-verðlaun á ferli sínum. Aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. „Þetta gerðist allt mjög hratt, ég tók þátt í hæfileikakeppni á sjónvarpsstöðinni BBC þegar ég var þrettán ára gömul. Umboðsmaðurinn minn hafði samband við mig stuttu eftir þetta kvöld og það var þá sem ég fór að vinna að minni fyrstu plötu,“ segir Joss Stone í viðtali við Fréttablaðið. Nýjasta plata hennar, Water for Your Soul, kom út 2015 og sýnir vel hvernig unglingsstúlkan með undraröddina hefur blómstrað og þroskast sem listamaður „Ég er mikið fyrir sálartónlist, og tónlist sem kallar fram tilfinningar, platan er frekar frábrugðin því sem ég hef verið að gera, hún inniheldur reggí, sem ég elska. Reggí gerir fólk hamingjusamt og fær fólk til þess að líða vel og frjálst,“ segir hún í léttum tóni. Á löngum og farsælum tónlistarferli sínum hefur Joss komið fram með fjölmörgum goðsögnum úr tónlistarheiminum, svo sem Rod Stewart, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Lauryn Hill, LeAnn Rimes, Ricky Martin og Robbie Williams. Joss segir að það hafi verið gott að fá tækifæri til þess að vinna með fólki sem hún ber virðingu fyrir og lítur upp til í faginu „Það er erfitt að segja hverjum var best að vinna með, þau eru öll mjög ólík og ég vann með þeim á ólíkum tímum í lífinu, en það var frábært að vinna með þeim, það skiptir ekki máli hvort þau eru heimsfrægir tónlistarmenn, heldur snýst þetta um hvernig það er að skapa tónlist með góðu fólki og öllum í kring um þig, það eru allir partur af sköpuninni.“Joss Stone hefur selt yfir tólf milljónir platna á heimsvísu.Mynd/GettySem stendur er Joss á tónleikaferðalagi þar sem stendur til að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ segir hún glöð. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem Joss Stone heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir landi og þjóð. Hún mun aðeins dvelja hér í fáeina daga en vonar að það dugi til þess að skoða sig um. „Ég verð að muna eftir því að ég er í vinnunni en markmið mitt er að búa til tónlist með einhverjum frá Íslandi, ég mun þó vonandi koma aftur til Íslands seinna, þegar ég er ekki að vinna, og skoða mig um.“ Hvað mega gestir Hörpu eiga vona á að heyra þegar þú kemur til landsins, verður lagið „You Had Me“ á lagalistanum, en það lag sló rækilega í gegn á útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma? „Ég kem fram ásamt stórri hljómsveit og aðalmálið er að hafa gaman með gestum tónleikanna. Venjulega tek ég ekki þetta tiltekna lag, en ætli ég geri það ekki núna fyrst ég veit að fólk fílaði það,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún muni líka syngja lög af nýju plötunni sinni í bland við gamalt og gott efni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira