Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2016 12:30 Myndir frá gerð myndbandsins. Myndir/Elín „Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira