Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2016 12:30 Myndir frá gerð myndbandsins. Myndir/Elín „Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira