Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2016 12:30 Myndir frá gerð myndbandsins. Myndir/Elín „Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira