Eiðurinn eftir Baltasar Kormák er á góðu skriði í kvikmyndahúsum, en nú hafa um þrjátíu þúsund manns séð myndina hér á landi.
Þetta er besta aðsókn á íslenskri kvikmynd síðan Vonastræti var í sýningu árið 2013.
Baltasar framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og RVK Studios. Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.
